Bloom verður Legolas í The Hobbit

Kvikmyndaleikarinn Orlando Bloom mun leika í myndinni The Hobbit, að því er leikstjórinn Peter Jackson hefur tilkynnt um, en Bloom lék Legolas í Hringadróttinssögu myndunum, sem Jackson leikstýrði einnig. „Fyrir tíu árum, þá skapaði Orlando Bloom, hina goðumlíku persónu Legolas. Ég er mjög ánægður að tilkynna það að við munum halda saman í ferð til Middle Earth einu sinni enn,“ skrifaði Jackson á Facebook síðu sína. „Ég er spenntur að fá að vinna með Orlando aftur. Það fyndna er að ég er mun ellilegri en ég var síðast þegar við unnum saman, en hann ekki! Ég held að það sé einmitt ástæðan fyrir því afhverju hann er svona góður í að túlka álf.“

Þó að Legolas sé ein af aðalpersónunum í Hringadróttinssögu J.R.R. Tolkien, bæði í bókunum og í kvikmyndunum, þá kemur hann í raun ekkert við sögu í skáldsögunni The Hobbit.

Í The Hobbit, sem verður mynd í tveimur hlutum, er samankominn stór hópur leikara sem einnig kom fram í Hringadróttinssögu, þar á meðal Cate Blanchett, Sir Ian McKellen, Andy Serkis, Elijah Wood, Hugo Weaving og Ian Holm, en allir þessir leikarar eru í sömu hlutverkum og í Hringadróttinssögu. Breski gamanleikarinn Stephen Fry hefur einnig bæst við hópinn, og leikur the Master of Laketown.

The Hobbit verður frumsýnd í December 2012 og seinni hlutinn í December 2013.