Andy Serkis verður Gollum á ný

Aðdáendur grallarans Gollum úr The Lord of the Rings geta nú andað léttar því leikarinn Andy Serkis mun ljá honum rödd sína og hreyfingar á ný. Tökur eru ný hafnar á The Hobbit-myndunum tveimur og er búist við að þær standi yfir í rúma 14 mánuði.

„Ég þekki vinnubrögð Peter [Jackson] mjög vel og saman skiljum við heim Tolkiens. Hann barðist fyrir því að fá sem flesta úr tökuliði The Lord of the Rings aftur, frá leikurum niður í kokka.“ sagði Serkis.

Sjálfur bjóst Serkis ekki við að The Hobbit færi í framleiðslu á næstunni. „Ég fékk einn daginn tölvupóst frá Peter og hann bauð mér hlutverkið aftur. Það var yndislegt.“