Undrandi á tennismynd Sverris og LaBeauf

Bandaríska tennisstjarnan John McEnroe, sem vann á sínum tíma sjö stórmót í tennis, er undrandi yfir nýrri ævisögulegri bíómynd, Borg vs McEnroe,  sem verið er að gera um viðureignir hans og sænska tennisleikarans Björn Borg, á ofanverðum áttunda áratug síðustu aldar og snemma á þeim níunda. Í myndinni, sem er nú þegar í tökum, fer […]

Óánægður með Spielberg myndirnar

Kvikmyndaleikarinn Shia LaBeouf segir, í nýju samtali við Variety kvikmyndaritið, að honum líki ekki við neina mynd sem hann hefur unnið með kvikmyndagerðarmanninum Steven Spielberg, að einni undanskilinni: fyrstu Transformers myndinni.  LaBeouf, sem lék aðalhlutverk undir stjórn Spielberg í Indiana Jones myndinni, Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull, og einnig í Transformers, […]

Shia LaBeouf slasaðist á tökustað

The Nymphomaniac leikarinn Shia LaBeouf er sagður hafa slasast á höfði og höndum við tökur á kvikmyndinni American Honey, þegar verið var að taka upp atriði þar sem persóna hans fer í gegnum glerglugga. LaBeouf var fluttur á sjúkrahús í Norður Dakota í gær miðvikudag, þar sem gert var að sárum hans, samkvæmt The Independent […]

LaBeouf viðurkennir áfengisvandamál

Eins og við höfum greint frá hér á síðunni þá hefur leikarinn Shia LaBeouf hagað sér undarlega á köflum síðustu misserin, og jafnvel komist í kast við lögin, eins og sagt var frá hér á dögunum.  Upplýsingafulltrúi leikarans sendi kvikmyndasíðunni The Wrap yfirlýsingu í dag vegna fregna annarra vefmiðla um að leikarinn hefði skráð sig […]

Stríð enda aldrei hljóðlega

Leikarinn Brad Pitt er dulur í hlutverki sínu sem liðþjálfinn Wardaddy á fyrsta plakatinu úr kvikmyndinni Fury, sem má sjá hér til vinstri. Myndin gerist í lok Seinni heimsstyrjaldarinnar, nánar tiltekið í apríl árið 1945. Bandamenn eru að færa sig lengra og lengra inn í Evrópu. Vígamóður liðþjálfi að nafni Wardaddy, sem Pitt leikur, er yfirmaður […]

Shia LaBeouf stígur út úr sviðsljósinu

Svo virðist sem leikarinn Shia LaBeouf sé komin með nóg af bransanum og sviðsljósinu sem því fylgir. LaBeouf hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið og var meðal annars sakaður um höfundarréttarbrot fyrir leikverk sem hann gerði. Leikverkið ber heitið HowardCantour.com og fékk hann Jim Gaffigan til þess að fara með aðalhlutverkið. Verkið fékk góða […]

LaBeouf vill kærustu geðbilaðs morðingja – Fyrsta stikla!

Kvikmyndafyrirtækið Millennium Entertainment hefur birt fyrstu stikluna úr mynd leikstjórans Fredrik Bond, Charlie Countryman, með þeim Shia LaBeouf, Evan Rachel Wood, Mads Mikkelsen, Melissa Leo og Rupert Grint í stærstu hlutverkunum. Myndin var frumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í byrjun ársins, og fékk þá misjafnar viðtökur gagnrýnenda. Myndin þykir mjög stílfærð í ætt við tónlistarmyndband. LaBeouf […]

LaBeouf í Búkarest seldur til Millenium

Millenium Entertainment hefur keypt sýningarréttinn í Bandaríkjunum á nýjustu mynd Shia LaBeouf, The Necessary Death of Charlie Countryman, nú fimm mánuðum eftir að myndin var frumsýnd á Sundance hátíðinni í janúar sl., samkvæmt frétt Deadline vefsíðunnar. Auk LaBeouf fara þau Evan Rachel Wood, Mads Mikkelsen og Til Schweiger með helstu hlutverk. Myndin er fyrsta mynd […]

Wahlberg í Transformers 4

Mark Wahlberg mun leika aðalhlutverkið í framhaldsmyndinni Transformers 4. Þetta staðfesti leikstjórinn Michael Bay á vefsíðu sinni. Þeir unnu saman við gamansömu hasarmyndina Pain & Gain sem kemur út á næsta ári og ákváðu að halda samstarfinu áfram. „Mark er frábær náungi. Við skemmtum okkur vel við gerð Pain & Gain og ég hlakka mikið […]

Paramount staðfestir Transformers 4

Það sem virðist vera dómsdagur fyrir mörgum hefur runnið upp; Paramount Pictures staðfesti í gær að fjórða Transformers kvikmyndin færi í vinnslu á árinu. Þetta kemur þó algjörlega engum á óvart þar sem serían er einn stærsti gullkálfur kvikmyndaiðnaðarins og þriðja myndin situr í fjórða sæti yfir tekjuhæstu kvikmyndir allra tíma. Í október síðastliðnum kom […]

Transformers 4 ekki ólíkleg

Þetta kemur líklega engum á óvart, en í ljósi þess að Transformers: Dark of the Moon endaði í fjórða sæti yfir tekjuhæstu kvikmyndir allra tíma er framleiðandi bæði leikfanganna og kvikmyndanna, Hasbro, í viðræðum við Paramount Pictures um að gera fjórðu myndina. Einnig er verið að tala við Michael Bay og Steven Spielberg um að […]

LaBeouf um framtíð Transformers og Indiana Jones

Hvort sem þú fýlar hann eða ekki hefur Shia LaBeouf aldeilis slegið í gegn undanfarin ár. Þrátt fyrir unga aldur hefur hann farið með stór hlutverk í nokkrum stærstu myndum síðari ára, en þar má helst nefna Transformers seríuna og Indiana Jones & the Kingdom of the Crystal Skull. LaBeouf vinnur nú hörðum höndum að […]

Shia LaBeouf lendir í slagsmálum

Ungstirnið Shia LaBeouf datt heldur betur í lukkupottinn um helgina þegar hann slasaðist í slagsmálum sem áttu sér stað fyrir utan bar í Los Angeles. Leikarinn, sem hefur getið sér nafn fyrir að taka illa í að vera ónáðaður af aðdáendum, endaði með sprungna vör og vænt glóðurauga samkvæmt viðstöddum. LaBeouf var staddur á bar […]

Wall Street 2 á toppnum í Bandaríkjunum

Það fór eins og spáð hafði verið.Wall Street: Money Never Sleeps varð tekjuhæsta myndin í bíóhúsum í Bandaríkjunum um nýliðna helgi. Hafði hún betur en teiknimyndin Legend of the Guardians: The Owls of Ga’Hoole og The Town, en sú síðarnefnda var í sinni annarri sýningarviku. Wall Street tók um 19 milljónir dollara í kassann á […]

Wall Street spáð toppsætinu um helgina

Kvikmyndasérfræðingar í Bandaríkjunum spá því að Wall Street framhaldsmyndin, Wall Street: Money Never Sleeps, sem frumsýnd verður í dag, muni fara beint á toppinn á aðsóknarlistum þar vestra um helgina. Þar með yrði myndin fyrsta toppmynd Michael Douglas, aðalleikarans, síðan hann fór á toppinn með Don´t Say A Word árið 2001. Fyrri myndin, Wall Street, […]

LaBeouf er verðmætasti leikari í heimi

Annað árið í röð er kvikmyndaleikarinn Shia LaBeouf á toppnum á lista forbes.com viðskiptatímaritsins yfir þá Hollywood leikara sem eru verðmætastir. Á topp tíu listanum er núna jafnt í liðum, þ.e. 5 konur og 5 karlar, en til samanburðar þá voru eingöngu karlar á listanum á síðasta ári. Forbes.com reiknar þetta út sjálft, en samkvæmt […]