Shia LaBeouf stígur út úr sviðsljósinu

necessary_death1Svo virðist sem leikarinn Shia LaBeouf sé komin með nóg af bransanum og sviðsljósinu sem því fylgir. LaBeouf hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið og var meðal annars sakaður um höfundarréttarbrot fyrir leikverk sem hann gerði.

Leikverkið ber heitið HowardCantour.com og fékk hann Jim Gaffigan til þess að fara með aðalhlutverkið. Verkið fékk góða gagnrýni og var því vel tekið. Seinna kom í ljós að Labeof hafi fengið mestmegnis af samtölum í verkinu úr bókinni Justin M. Damiano, eftir Daniel Clowes, án leyfis.

Leikarinn hefur farið hamförum á Twitter-síðu sinni og er greinilega bæði reiður og miður sín og á höfundarréttarbroti sínu. „Í gamla daga sátum við við eldinn og sögðum sögur, í framhaldi af því breyttum við sögunum og áttum þær í sameiningu.“ segir í einni uppfærslu frá Labeof. Aðrar uppfærslu eru á sömu nótum og þar heldur hann áfram stríði sínu gegn höfundarrétti. Nýjustu færslunar hans eru þó á þann veginn að hann sé hættur að koma fram opinberlega.

Nýjasta mynd leikarans, Nymphomaniac, fer í sýningar á Íslandi þann 14. febrúar næstkomandi.