Nymphomaniac: Vol. I
2013
(Nymphomaniac: Part 1)
Forget About Love
118 MÍNEnska
76% Critics 64
/100 Miðaldra kynlífssjúklingur segir eldri piparsveini alla kynlífssögu sína, eftir að hann finnur hana barða og illa á sig komna í húsasundi. Slater leikur föður Joe, sem hún sér einungis í endurliti aftur í tímann. myndin er villt og ljóðræn saga af erótískri vegferð konu, frá fæðingu og þar til hún er orðin 50 ára gömul. Konan, Joe, sem hefur sjálf... Lesa meira
Miðaldra kynlífssjúklingur segir eldri piparsveini alla kynlífssögu sína, eftir að hann finnur hana barða og illa á sig komna í húsasundi. Slater leikur föður Joe, sem hún sér einungis í endurliti aftur í tímann. myndin er villt og ljóðræn saga af erótískri vegferð konu, frá fæðingu og þar til hún er orðin 50 ára gömul. Konan, Joe, sem hefur sjálf greint sig sem sjúklega vergjarna, segir sögu sína í myndinni. Á köldu vetrarkvöldi þá kemur gamall og heillandi piparsveinn, Seligman, sem leikinn er af Skarsgård, að Joe þar sem hún liggur slösuð í húsasundi eftir að hafa verið barin til óbóta. Hann fer með hana heim í íbúð sína þar sem hann hjúkrar henni á meðan hann spyr hana út í líf hennar. Hann hlustar með athygli á það þegar hún fer yfir 8 mismunandi kafla í lífi sínu, sem er margskipt og þar sem margt fólk kemur við sögu. Þegar eldri maður að nafni Seligman finnur Joe lemstraða í húsasundi við heimili sitt ákveður hann að bjóða henni húsaskjól á meðan hún jafnar sig, enda vill hún ekki blanda lögreglu í málið og neitar læknishjálp. Á meðan á dvöl Joe hjá Seligman stendur byrjar hún að segja honum frá sjálfri sér og lífi sínu, en segja má að rauði þráðurinn í sögum hennar sé óseðjandi þörf hennar fyrir kynlíf, allt frá því að hún missti meydóminn aðeins 15 ára að aldri. Sagan í myndinni er þó margslungnari en þetta því um leið og Joe segir sína sögu fáum við einnig að kynnast fortíð Seligmans sem er ekki síður merkileg en fortíð Joe ...... minna