Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Nymphomaniac: Vol. II 2013

Justwatch

Frumsýnd: 4. apríl 2014

Gleymdu ástinni.

123 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 59% Critics
The Movies database einkunn 60
/100

Í Nymphomaniac: Part 2 er haldið áfram með sögu sjálfgreinda kyn- lífsfíkilsins Joe þar sem hún er hjá bjargvætti sínum, Seligman. En er frásögn hennar skáldskapur eða raunveruleiki? Sjaldan, eða jafnvel, aldrei hefur verið gerð mynd sem jafnerfitt er að lýsa í orðum og Nymphomaniac eftir Lars von Trier. Ástæðan er sú að þótt sjálfum... Lesa meira

Í Nymphomaniac: Part 2 er haldið áfram með sögu sjálfgreinda kyn- lífsfíkilsins Joe þar sem hún er hjá bjargvætti sínum, Seligman. En er frásögn hennar skáldskapur eða raunveruleiki? Sjaldan, eða jafnvel, aldrei hefur verið gerð mynd sem jafnerfitt er að lýsa í orðum og Nymphomaniac eftir Lars von Trier. Ástæðan er sú að þótt sjálfum „söguþræðinum“ sé lýst, þ.e. sögunni af Joe og óseðjandi löngun hennar í kynlíf og fullnægingu allt frá táningsaldri fram á fullorðinsár, þá er sú saga bara yfirborð þess sem Lars von Trier er raunverulega að segja áhorfandanum. Undir niðri er í raun allt önnur saga, saga sem snýst um mannlegt eðli, mannlegar tilfinningar og mannlega þrá, eða þráhyggju, og hvernig sú þrá mótar líf okkar. Erum við ekki öll fíkin í eitthvað þótt sú fíkn brjótist út á jafnfjölbreyttan hátt og við erum mörg og sé misalvar- leg, allt eftir því hvernig hver og einn lítur á málin? Móta langanir okkar ekki líf okkar? Hvað gerist þegar við fáum ekki það sem okkur langar mest í? Hvernig upplifum við höfnun af hendi þeirra sem við elskum mest af öllum? Hvað gerist þegar við erum svikin? Málið er einfaldlega að myndinni verður ekki lýst með orðum. Hana þarf að upplifa og á meðan flestir sjá hana sem meistaraverk með dýpt mín og húmor eru þeir líka til sem sjá bara yfirborðið og lýsa myndinni jafnvel sem klámmynd. Vissulega er mikið og jafnvel „óhefðbundið“ kynlíf stundað í Nymphomaniac, sem skiljanlega hefur sjokkerað einhverja viðkvæma áhorfendur, en ef það er klám þá ert allt kynlíf klám, líka það náttúrulega sem er samt bara aðaldrifkraftur allra dýra á jörðu.... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn