Wahlberg í Transformers 4

Mark Wahlberg mun leika aðalhlutverkið í framhaldsmyndinni Transformers 4. Þetta staðfesti leikstjórinn Michael Bay á vefsíðu sinni.

Þeir unnu saman við gamansömu hasarmyndina Pain & Gain sem kemur út á næsta ári og ákváðu að halda samstarfinu áfram.

„Mark er frábær náungi. Við skemmtum okkur vel við gerð Pain & Gain og ég hlakka mikið til að vinna aftur með honum,“ sagði Bay.

Tökur á Transformers 4 hefjast næsta vor og er frumsýning áætluð sumarið 2014. Þetta verður fyrsta myndin í seríunni án Shia Labeouf og í þetta sinn verður hópur nýrra vélmenna kynntur til sögunnar.