Bad Boys númer þrjú frestað

Bad Boys 3 með Will Smith og Martin Lawrence í aðalhlutverkum hefur verið frestað til byrjunar ársins 2018. Frumsýning myndarinnar var fyrirhuguð 2. júní 2017 en verður þess í stað 2. janúar 2018, samkvæmt Sony. Aðdáendur myndanna þurfa því að bíða í hálft ár til viðbótar eftir því að sjá nýjustu afurðina. Titill nýju myndarinnar […]

Bara ein í viðbót hjá Bay

Bandaríski stórmyndaleikstjórinn Michael Bay segir að næsta Transformers kvikmynd verði sú síðasta í þeim flokki sem hann muni leikstýra. Erfitt er að taka Bay 100% trúanlegan þar sem hann sagði nákvæmlega það sama áður en hann hóf störf við Transformers: Dark of the Moon frá árinu 2011 og Transformers: Age of Extinction árið 2014. Í […]

Ruslabíllinn er stríðsvagn – fyrsta mynd úr TMNT 2

Aðdáendur Ninja skjaldbakanna í Teenage Mutant Ninja Turtles ættu nú að kætast, því Michael Bay, framleiðandi myndarinnar, hefur birt fyrstu myndirnar úr Teenage Mutant Ninja Turtles 2, en tökur á henni eiga að hefjast í New York innan skamms. Bay setti tilkynningu inn á Twitter með hlekk yfir á sína eigin heimasíðu þar sem hann birtir þrjár myndir […]

Sprengjur og rokktónlist í teiknimyndinni Up

Hasarmyndaleikstjórinn sprengjuglaði, Michael Bay, er af mörgum talinn forsprakki nýrrar kynslóðar kvikmyndagerðarmanna sem hefur verið áberandi í Hollywood á síðustu árum. Sprengjur, rokktónlist, flaggandi Bandarískir fánar í hægri hreyfingu og sjóðheitar skvísur eru oftar en ekki til staðar og skipta meira máli en persónusköpun og rökrænt innihald. Hvað um það, Bay hefur halað inn mörgum […]

Transformers á toppnum – milljarður dala í kassanum

Transformers bíómyndir stórmyndaleikstjórans Michael Bay virðast ekki geta klikkað í miðasölunni, og nú er svo komið að nýjasta myndin, Transformers: Age of Extinction, er komin yfir milljarðs dollara markið í tekjum af sýningum á heimsvísu. Myndin er þar með orðin tekjuhæsta bíómynd ársins til þessa, en myndin hefur þénað 241,2 milljónir dala í Bandaríkjunum og […]

Transformers 4 heimsfrumsýnd á Íslandi

Miðvikudaginn 25. júní verður Transformers: Age of Extinction heimsfrumsýnd á Íslandi, en um er að ræða fjórðu myndina um umbreytinganna sívinsælu. Myndin verður sýnd í Sambíóunum Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Smárabíói, Laugarásbíói, Ísafjarðarbíói, Selfossbíói, Bíóhöllinni Akranesi og Króksbíói. Transformers-myndirnar eftir leikstjórann og framleiðandann Michael Bay hafa notið gríðarlegra vinsælda á undanförnum árum, allt frá […]

Fyrsta stiklan úr Teenage Mutant Ninja Turtles

Margir hafa beðið í ofvæni eftir því að sjá hver nálgun framleiðandans Michael Bay verður á hinar stökkbreyttu skjaldbökur í Teenage Mutant Ninja Turtles. Í dag var frumsýnd fyrsta stiklan úr TMNT og ef marka má stikluna þá mun myndin bera öll ummerki framleiðandans. Leikkonan Megan Fox fer með hlutverk April O’ Neil, sem er klassísk […]

Vandræðalegur Michael Bay – Myndband

Transformers leikstjórinn, Michael Bay, kom fram á ráðstefnu á vegum Samsung á dögunum. Þarna var hann mættur til þess að kynna nýjustu afurð Samsung í sjónvarpstækni. Allt gekk eins og í sögu á kynningunni, þ.e.a.s. þar til textaskjárinn gaf sig. Þetta varð nóg til þess að taka Bay úr jafnvægi. Varð hann hinn vandræðalegasti og […]

Mynd af Wahlberg í Transformers 4

Michael Bay, leikstjóri Transformers 4, hefur sett á Twitter ljósmynd af Mark Wahlberg, Nicola Peltz og Jack Reynor í hlutverkum sínum í myndinni. Bay hefur verið duglegur við að tísta um þessa nýjustu mynd sína, sem margir bíða spenntir eftir. Leikstjórinn gerði síðast kraftamyndina Pain & Gain sem var einnig með Wahlberg í aðahlutverkinu. Transformers: […]

Skjaldbökunum seinkar

Paramount kvikmyndaverið hefur frestað frumsýningu myndarinnar Teenage Mutant Ninja Turtles fram til 8. ágúst 2014, en upphaflega stóð til að frumsýna myndina 6. júní sama ár. Samkvæmt Deadline vefnum er ástæðan sú að Paramount ætlar að frumsýna Transformers 4 föstudaginn 27. júní, þó að líklega verði hún frumsýnd tveimur dögum fyrr,  á miðvikudegi eins og […]

Kletturinn hafnaði Transformers 4

Dwayne „The Rock“ Johnson hefur státað sig af því að vera einskonar „framhaldsmyndabjargvættur“, þ.e. verið fenginn í leikarahóp framhaldsmynda til að koma þeim á rétt ról, eins og komið hefur á daginn með framhaldsmyndir eins og Fast and the Furious og Journey to the Center of The Earth. Þá mætti spyrja sig hvort að Michael […]

Kelsey Grammer í Transformers 4

Kelsey Grammer hefur bæst við leikaraliðið í hasarmyndinni Transformers 4 sem illmennið Harold Attinger. Aðrir leikarar í myndinni, sem er væntanleg í bíó í júní á næsta ári, eru Mark Wahlberg, Jack Reynor, Nicola Peltz og Stanley Tucci. Leikstjóri verður sem fyrr Michael Bay. Grammer er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Frasier Crane, fyrst í níu […]

Engin Fox í Transformers 4

Þó að stórmyndaleikstjórinn Michael Bay og leikkonan Megan Fox hafi grafið stríðsöxina ( hún líkti honum við Hitler, og hann rak hana í kjölfarið ), þýðir það ekki, samkvæmt nýjustu fréttum, að Fox komist í tæri við geimvélmennin í Transformers á nýjan leik, en eins og flestir ættu að muna eftir þá lék Fox í […]

Michael Bay afsakar Armageddon

Leikstjórinn og framleiðandinn Michael Bay hefur sjaldan verið gómaður að tala niður til sjálfs sín í viðtölum, né er hann þekktur fyrir að biðjast afsökunar á verkum sínum. Það kom því mörgum á óvart að Bay skuli biðjast afsökunar á sinni frægustu kvikmynd í viðtali við blaðið The Miami Herald á dögunum. „Ég biðst afsökunar […]

Raunveruleikaþáttur leitar að Transformersleikurum

Útlit er fyrir að Mark Wahlberg, aðalleikari næstu Transformers myndar, Transformers 4, muni leika á móti kínverskum raunveruleikastjörnum í myndinni. The Hollywood Reporter segir frá því á vefsíðu sinni að Paramount Pictures ætli að vera með raunveruleikasjónvarpsþátt í Kína til að finna kínverska leikara í Transformers 4. Þættirnir munu bera nafnið Transformers 4 Chinese Actor […]

Transformers 4 fær kínverskan fókus

Paramount kvikmyndafyrirtækið bandaríska segir í tilkynningu að það hafi gert samning við kínversku fyrirtækin China Movie Channel og Jiaflix Enterprises um að fjórða Transformers myndin, Transformers 4, verði að stórum hluta tekin upp í Kína, en Transformers myndirnar hafa notið mikilla vinsælda í landinu. The China Movie Channel er einskonar RÚV þeirra Kínverja ( e. The […]

TMNT: Megan Fox leikur April O'Neil

Michael Bay, framleiðandi nýjustu Turtles myndarinnar skrifaði á heimasíðuna sína í gær „TMNT: we are bringing Megan Fox back into the family!“ og brá mörgum Bay og Turtles aðdáendum við þessa staðhæfingu. Það var mikið fjaðrafok þegar Bay dró Fox út úr Transformers þríleiknum og hafa þau skotið fast á hvort annað seinustu mánuði, svo virðist […]

Tökur á Turtles hefjast í apríl

Tökur á Teenage Mutant Ninja Turtles eiga að hefjast í apríl í New York, samkvæmt Production Weekly. Þessi endurræsing á skjaldbökunum hefur verið á hálfgerðum skjaldbökuhraða því fyrst átti að frumsýna myndina á þessu ári og áttu tökur að hefjast síðasta haust. Vegna vandræðagangs með handritið var frumsýningunni verið frestað til 16. maí 2014. Framleiðandinn […]

Flæðandi testósterón – nýtt plakat

Leikstjórinn Michael Bay, sem hin síðustu ár hefur einkum getið sér gott orð fyrir tilkomumiklar stórmyndir þar sem við sögu koma geimverur, vélmenni og loftsteinar, svo eitthvað sé nefnt, vinnur nú að mynd í nokkuð öðrum stíl. Myndin heitir Pain & Gain og er sannsöguleg mynd um vaxtarræktarmenn sem ákveða að ræna manneskju og krefjast svo […]

Teenage Mutant Ninja Turtles verður frábær

Kevin Eastman, annar af höfundum Teenage Mutant Ninja Turtles, hefur líkt væntanlegri mynd um  skjaldbökurnar við The Avengers, The Raid og The Rise of the Planet of the Apes. Framleiðandinn Michael Bay seinkaði nýverið frumsýningu nýrrar útgáfu af  Teenage Mutant Ninja Turtles til ársins 2014 því enn er verið að vinna í handritinu. Eastman bindur […]

Fjórða Transformers til framtíðar

Vangaveltur eru hafnar um hvernig fjórða Transformers myndin muni verða, en ljóst er að nokkrar breytingar verða í leikaraliðinu, Shia LaBeouf farinn og Mark Wahlberg, kominn í staðinn, svo eitthvað sé nefnt. Leikstjórinn Michael Bay ræddi nýlega við fréttamiðilinn TMZ, og sagði í spjallinu að myndin myndi gerast fjórum árum eftir að Transformers: Dark of the […]

Wahlberg í Transformers 4

Mark Wahlberg mun leika aðalhlutverkið í framhaldsmyndinni Transformers 4. Þetta staðfesti leikstjórinn Michael Bay á vefsíðu sinni. Þeir unnu saman við gamansömu hasarmyndina Pain & Gain sem kemur út á næsta ári og ákváðu að halda samstarfinu áfram. „Mark er frábær náungi. Við skemmtum okkur vel við gerð Pain & Gain og ég hlakka mikið […]

Bay staðfestir geimskjaldbökurnar

Síðustu dagar hafa ekki verið góðir við leikstjórann og sprengjufíkilinn Michael Bay, eftir að hann tilkynnti í síðustu viku að skjaldbökurnar í hinni væntanlegu Ninja Turtles yrðu geimverur. Skiljanlega fóru raddir aðdáenda að hrópa á Bay og varð gagnrýnin svo mikil og hörð að nokkrum dögum síðar neyddist hann til að svara múgnum, en það […]

Paramount staðfestir Transformers 4

Það sem virðist vera dómsdagur fyrir mörgum hefur runnið upp; Paramount Pictures staðfesti í gær að fjórða Transformers kvikmyndin færi í vinnslu á árinu. Þetta kemur þó algjörlega engum á óvart þar sem serían er einn stærsti gullkálfur kvikmyndaiðnaðarins og þriðja myndin situr í fjórða sæti yfir tekjuhæstu kvikmyndir allra tíma. Í október síðastliðnum kom […]

Statham í Transformers 4 & 5?

Við sögðum frá því fyrir stuttu að forstjóri Hasbro teldi Transformers 4 ekki ólíklega. Það ætti ekki að koma neinum á óvart, því myndirnar hafa malað gull í miðasölunni annað hvert ár síðan 2007 – sú síðasta yfir 1 milljarð Bandaríkjadala á heimsvísu. Nú berast hinsvegar fréttir að ekki bara sé fjórða myndin í undirbúningi, […]

Statham í Transformers 4 & 5?

Við sögðum frá því fyrir stuttu að forstjóri Hasbro teldi Transformers 4 ekki ólíklega. Það ætti ekki að koma neinum á óvart, því myndirnar hafa malað gull í miðasölunni annað hvert ár síðan 2007 – sú síðasta yfir 1 milljarð Bandaríkjadala á heimsvísu. Nú berast hinsvegar fréttir að ekki bara sé fjórða myndin í undirbúningi, […]

Transformers 4 ekki ólíkleg

Þetta kemur líklega engum á óvart, en í ljósi þess að Transformers: Dark of the Moon endaði í fjórða sæti yfir tekjuhæstu kvikmyndir allra tíma er framleiðandi bæði leikfanganna og kvikmyndanna, Hasbro, í viðræðum við Paramount Pictures um að gera fjórðu myndina. Einnig er verið að tala við Michael Bay og Steven Spielberg um að […]

Hver leikstýrir The Twilight Zone?

Warner Brothers eru nú að vonast eftir að ýta af stað nýrri kvikmyndaútgáfu af sjónvarpsþættinum klassíska The Twilight Zone. Sagðir vera í viðræðum við Warners eru Michael Bay (Transformers), Rupert Wyatt (Rise of the Planet of the Apes), David Yates (Harry Potter 5-8) og síðast en ekki síst Christopher Nolan (The Dark Knight). Þættirnir sem […]

Bay tekur að sér uppvakninga og vélmenni

Uppvakninga- og vélmennaæðið í Hollywood virðist engan enda ætla að taka, en Sony-kvikmyndaverið hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn á myndasögunni Zombies vs Robots frá IDW. Hafin er vinna á handriti sem byggð verður á myndasögunni, en vinnuheiti þess er Inherit the Earth. Mun sagan fjalla um unga stelpu sem er ein eftirlifandi á jörðinni eftir að […]

Bay: Transformers 2 var klúður

Leikstjórinn sprengjuglaði Michael Bay vinnur nú hörðum höndum að þriðju myndinni í Transformers seríunni. Myndirnar um vélmenninn risavöxnu hafa notið alveg hreint gríðarlegra vinsælda um allan heim en önnur myndin, Transformers: Revenge of the Fallen, fékk vægast sagt slæma dóma. „Hún var hálfgert klúður. Hún klikkaði á nokkrum lykilatriðum.“ sagði Bay í nýlegu viðtali við […]