Fyrsta stiklan úr Teenage Mutant Ninja Turtles

Margir hafa beðið í ofvæni eftir því að sjá hver nálgun framleiðandans Michael Bay verður á hinar stökkbreyttu skjaldbökur í Teenage Mutant Ninja Turtles. Í dag var frumsýnd fyrsta stiklan úr TMNT og ef marka má stikluna þá mun myndin bera öll ummerki framleiðandans.

turtle

Leikkonan Megan Fox fer með hlutverk April O’ Neil, sem er klassísk persóna úr sögunum um skjaldbökurnar fimu. Það vakti mikla athygli þegar Bay réð hana í hlutverkið, því áður var mikið ósætti á milli þeirra, en svo virðist sem þau hafi grafið stríðsöxina.

Jonathan Liebesman leikstýrir myndinni og hefur hann áður gert myndir á borð við Battle: Los Angeles og Wrath of the Titans.

Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr myndinni.