Transformers 4 heimsfrumsýnd á Íslandi

Miðvikudaginn 25. júní verður Transformers: Age of Extinction heimsfrumsýnd á Íslandi, en um er að ræða fjórðu myndina um umbreytinganna sívinsælu. Myndin verður sýnd í Sambíóunum Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Smárabíói, Laugarásbíói, Ísafjarðarbíói, Selfossbíói, Bíóhöllinni Akranesi og Króksbíói.

optimus_prime_in_transformers_4-wide

Transformers-myndirnar eftir leikstjórann og framleiðandann Michael Bay hafa notið gríðarlegra vinsælda á undanförnum árum, allt frá því að fyrsta myndin var frumsýnd árið 2007. Sú mynd sló hressilega í gegn, halaði inn um 710 milljónir dollara í kvikmyndahúsum á heimsvísu á móti 150 milljóna dollara kostnaði og var tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna fyrir brellur og hljóð.

Önnur myndin, Revenge of the Fallen sem var frumsýnd 2009, gerði jafnvel enn betur, en hún tók inn 837 milljónir dollara á móti 200 milljóna kostnaði og sú þriðja, Dark of the Moon sem kom sumarið 2011, sprengdi milljarðs dollara múrinn og aflaði 1.124 milljóna dollara á heimsvísu en kostaði 195 milljónir dollara. Sú mynd var einnig tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna eins og sú fyrsta.

Og nú er sem sagt komið að fjórðu myndinni og engin ástæða til að ætla annað en að hún eigi líka eftir að gera það gott og mala gull í miðasölu. Gríðarleg vinna og metnaður hefur verið lagður í hana og eina spurningin er hvort hún eigi eftir að toppa þriðju myndina í tekjum, en það vona auðvitað aðstandendur hennar.

Mark Wahlberg leikur einstæðan föður ungrar stúlku sem má ekki fara stefnumót sökum þess að hún á að einbeita sér að náminu en hann hafði sjálfur verið afskaplega ungur þegar hann eignaðist hana. Samhliða því erfiða verkefni vinnur hann sem uppfinningarmaður sem lifir á því að kaupa gamalt drasl og nota það sem efnivið í uppfinningar sýnar. Dag einn kemst hann yfir gamlan og gatslitinn trukk en þegar hann byrjar að vinna við hann kemur í ljós að þetta er enginn venjulegur bíll og það sem virðist hafa verið erfitt hér áður reynast smámunir miðað við það sem koma skal…