Mynd af Wahlberg í Transformers 4

Michael Bay, leikstjóri Transformers 4, hefur sett á Twitter ljósmynd af Mark Wahlberg, Nicola Peltz og Jack Reynor í hlutverkum sínum í myndinni.

wahlberg

Bay hefur verið duglegur við að tísta um þessa nýjustu mynd sína, sem margir bíða spenntir eftir.

Leikstjórinn gerði síðast kraftamyndina Pain & Gain sem var einnig með Wahlberg í aðahlutverkinu.

Transformers: Age of Extinction er væntanleg í bíó næsta sumar. Miðað við síðustu þrjár myndir má búast við stanslausum hasar og sprengjuregni.