Ótrúlega góð byrjun hinna Ótrúlegu

Ótrúlega góð frumsýningarhelgi er að baki hjá ofurhetjufjölskyldunni ótrúlegu í teiknimyndinni Hin Ótrúlegu 2, en margir hafa beðið myndarinnar með mikilli óþreyju, eða allt síðan fyrri myndin sló í gegn árið 2004. Jurassic World: Fallen Kingdom féll af toppinum eftir tvær góðar vikur í efsta sætinu. Hin sannsögulega Adrift eftir Baltasar okkar Kormák, þokast hægt niður á við, og er nú í þriðja sætinu, en var í öðru sæti í síðustu viku.

Þrjár nýjar kvikmyndir eru á listanum að þessu sinni. Hin bráðskemmtilega Book Club fer beint í fimmta sæti listans, In the Fade siglir beint í 19. sætið, og þá fer ný íslensk fótboltakvikmynd, Síðasta áminningin, beint í 20. sætið.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: