Jolie Óbuguð á toppnum í USA

Útlit er fyrir að nýjasta mynd leikstjórans Angelina Jolie, stríðsmyndin Unbroken, ( Óbugaður )  verði í fyrsta sæti aðsóknarlistans í Bandaríkjunum yfir hátíðarnar.

unbroken

Helsti keppinautur myndarinnar, samkvæmt Deadline kvikmyndavefnum, er ævintýra- og söngleikjamyndin Into the Woods, með Meryl Streep og Johnny Depp í helstu hlutverkum. Þriðja sætið mun líklega falla The Hobbit: The Battle of the Five Armies í hlut, en hún var frumsýnd um síðustu helgi í Bandaríkjunum en fyrrnefndu myndirnar eru nýkomnar í bíó.

Útlit fyrir að þær verði þriðja og sjötta tekjuhæsta mynd eftir sýningar á Jóladag – allra tíma í Bandaríkjunum, Unbroken með  15,6 milljónir dala í tekjur og Into the Woods með 13,6 milljónir dala í tekjur.

Tekjuhæstu Jóladagsmyndir allra tíma eru Sherlock Holmes, sem þénaði 24,6 milljónir dala, Vesalingarnir ( Les Miserables ) með 18,1 milljón dala, Django Unchained, með 15 milljónir dala og Marley and Me með 14,4 milljónir dala.

Hér fyrir neðan er topp 13 listi. Um er að ræða áætlaðar tölur eftir sýningar á Jóladag. Smellið á heiti mynda til að skoða nánar:

1). Unbroken

2). Into the Woods

3). The Hobbit: The Battle of the Five Armies

4). Night at the Museum: Secret of the Tomb

5). The Gambler

6). Annie

7.) The Imitation Game

8). Exodus: Gods and Kings

9). The Hunger Games: Mockingjay Part 1

10). Wild

11). Big Eyes

12.) Top Five

13.) The Interview