Ég man þig fram úr björtustu vonum

Íslenska hrollvekjan Ég man þig, sem gerð er eftir sögu Yrsu Sigurðardóttur, er aðra vikuna í röð á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Hún hafði þar með betur en nýjasta mynd Guy Ritchie, King Arthur: Legend of the Sword, sem frumsýnd var nú um helgina. Sú mynd olli vægast sagt vonbrigðum í miðasölunni í Bandaríkjunum um helgina, og náði aðeins þriðja sæti listans þar í landi.

Í tilkynningu frá aðstandendum Ég man þig segir að aðsókn á kvikmyndina hafi farið fram úr björtustu vonum en 20 þúsund manns hafa séð myndina á fyrstu 11 sýningardögunum.
Í þriðja sæti bíóaðsóknarlistans íslenska er svo fyrrum toppmynd listans, ofurhetju – ævintýramyndin Guardians of the Galaxy. 

Tvær nýjar kvikmyndir til viðbótar eru á listanum að þessu sinni, gamanmyndin Snatched fór beint í fimmta sæti og teiknimyndin Spark: A Space Tail fór beint í það sjöunda.

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: