Náðu í appið
Öllum leyfð

The Incredibles 2004

Frumsýnd: 26. desember 2004

Save The Day

115 MÍNEnska

Bob Parr, öðru nafni Hr. Ótrúlegur, og eiginkona hans Helen, öðru nafni Elastigirl ( teygjustúlka ), eru heimsins mestu ofurhetjur. Þau búa í Metroville og berjast þar gegn glæpum. Þau eru í sífellu að bjarga lífum og berjast við þorpara á hverjum degi. En síðan líða 15 ár og þau hafa neyðst til að lifa borgaralegu lífi í úthverfi, þar sem þau eiga... Lesa meira

Bob Parr, öðru nafni Hr. Ótrúlegur, og eiginkona hans Helen, öðru nafni Elastigirl ( teygjustúlka ), eru heimsins mestu ofurhetjur. Þau búa í Metroville og berjast þar gegn glæpum. Þau eru í sífellu að bjarga lífum og berjast við þorpara á hverjum degi. En síðan líða 15 ár og þau hafa neyðst til að lifa borgaralegu lífi í úthverfi, þar sem þau eiga einskis annars úrkosti en að hætta störfum sem ofurhetjur og lifa eðlilegu lífi með börnum sínum þremur, Violet, Dash og Jack-Jack ( sem fæddust öll með ofurhæfileika ). Þau þrá að komast aftur í ofurhetjugallann, og Bob fær tækifæri þegar hann fær dularfull skilaboð og fer á fjarlæga eyju vegna háleynilegs verkefnis. Hann uppgötvar fljótlega að hann þarf hjálp allra í fjölskyldunni til að bjarga heiminum fá gereyðingu.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Endalaus gleði
Um leið og myndin er byrjuð þá nær hún athygli manns og neitar að sleppa fyrr en síðasta min. er búin.
Bob Parr (Craig T. Nelson) betur þekktur sem Mr. Incredible, þegar að allar ofurhetjur voru bannaðar á almannafæri eftir smá óhapp þá gjörbreyttist allt. Bob og Helen Parr (Holly Hunter) betur þekkt sem Elastigirl þau eru búinn að vera gift í svoldinn tíma og þau eiga börnin Dash (Spencer Fox) , Jack Parr (Maeve Andrews) og Violet Parr (Sarah Vowell). Einn dag þegar Bob er að kominn heim þá er honum einum boðið óvenjuleg "leyni vinna" og hann tekur boðinu. Hann á að fara á eina ákveðna eyju og eyðileggja vélmennið sem er þar að eyðileggja allt. Svo líður ekki á löngu þar til Helen fattar það að hann sé ekkert í neinni viðskiptaferð eins og Bob sagðist vera í. Helen og börnin fara svo að bjarga Bob af þessari eyju og lenda svo öll í svakalegum ævintýrum.

The Incredibles er bráðskemmtileg og svakalega góð fjölskyldumynd. Söguþráðurinn er stórkostlegur, hann gerist varla betri. Samuel L. Jackson kemur með stæl sem Lucius Best / Frozone, þó Samuel sé ekki með stærsta hlutverkið en hann er samt með gott og flotta stöðu þarna.

Við fáum að sjá alveg nokkuð margar hasarsenur miðað við að hún er fjölskyldumynd. Allir krakkar eiga að vera kjaftstopp við þessa mynd því hún er bara svo stórskemmtileg, fyndin, spennandi og stórkoslegt verk, svo er líka alveg fullt af merguðum leikurum að tala inná karakterana. Það tók mig samt svoldinn tíma að fatta það að Jason Lee væri að tala sem Buddy Pine / Syndrome en það fattaðist samt á endanum. The Incredibles er ekki eins og flestar fjölskyldu, ofurhetjumyndir því þessi er miklu vandaðari og flottari að mínu mati.
The Incredibles fékk nokkur Óskarsverðlaun og hún á það svo sannarlega skilið, nú ég búinn að sjá hana nokkrum sinnum og ég er búinn að velta því fyrir mér að ef það kæmi framhald þá væri ég alveg viss um að það væri bara eitt stórt fail því svona myndir eiga ekki að fá framhald því þá erum við að eyðileggja alla fyrri myndina.

The Incredibles er sú allra besta mynd sem Brad Bird hefur skilað af sér og hann á alveg nokkrar góðar að baki t.d. Ratatouille ,The Iron Giant svo var hann með puttana sína eitthvað í Up en hann leikstýrði ekki Up en svo er þessi sú allra besta (fyrir utan Up).

Einkunn: 9/10 - " hún er bara svo stórskemmtileg, fyndin, spennandi og stórkostlegt verk. Ég segi ekki neitt framhald því þá erum við að eyðileggja alla fyrri myndina"
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Incredibles fékk mjög dóma,frábæra aðsókn og Óskarsverðlaun sem besta teiknimynd. Ég fékk hana svo lánaða hjá vini mínum og ég verð að að þótt að hún hafi haft smá skemmtanagildi en er því míður rosalega ofmetin. Hún er frekar vel gerð þó að sumar persónurnar t.d. Móðirin sem Holly Hunter leikur ofl. ekki það vel gerðar.

Ég hef aldrei verið hrifinn af Jason Lee fyrr en hann tók að sér titil hlutverkið í hinum sprenghlægilegu My name is Earl sem Sirkus sýnir núna. Hann fer þó á kostum í hlutverki vondakallsins. Raddir krakkanna eru ekki góðir og sömuleiðis Holly Hunter sem er súper pirrandi.

Samuel Jackson er frekar pirrandi að venju sem ofurhetja. Myndin er mjög klisjukennd og handritið ekki gott. Myndin er langt frá því að vera frumleg og eins og ég sagði þá er hún klisjukennd. Incredibles hefur skemmtana gildi og er vel gerð,ef litið er á hana sem tölvugerða og klisjukennda Hollywood teiknimynd.

Myndin segir frá því að margar ofurhetjur voru rosalega vinsælar og sá allra frægasti var Bob Carr sem kallaði sig Mr.Incredible. Svo voru gerð lög að ofurhetju þurftu að hætta í því sem þau voru að gera(bjarga heiminum) og vera bara venjuleg og verða eins og hinir. Bob vinnur núna 15 árum seinna hjá ömurlegu tryggingar fyrirtæki og er virkilega ósættur við starfið sitt og býr með konunni sinni sem er/var líka ofurhetja og þau eiga saman þrjú börn. Bob fær svo tilboð að vinna hjá ofurhetju fyrirtæki og heldur því leyndu fyrir fjölskyldu sinni og er virkilega hamingjusamur að fá að vera ofurhetja en ekki er allt sem sýnist í þessu fyrirtæk og skemmtunin byrjar(fyrir suma).Ég veit að börn eiga eftir að elska Incredibles sem og margir ein ég er að fá ógeð á svona myndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég sá þessa mynd á spólu gett skemmtilega! Ég sá hana bæði á íslensku og ensku. Mér finnst myndin geðveikt miðað við að þetta sé teiknimynd. Ég er ekki mikið fyrir teiknimyndir en þessi slær í gegn. Eitt atriði fannst mér skemmtilegast það var í endan þegar strákurinn á þríhjólinu sagði eitthvað sem ég man ekki hvað var!!! Þeir sem ekki eru búnir að sjá hana endilega kaupið myndina eða takið hana á leigu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Incredibles eða hin Ótrúlegu er ein besta teiknimind sem ég hef séð.Tölvuteykningarnar hjá Pixar verða alltaf betri og betri með árunum en þetta nær hámarki.Þess vegna var ég hálf sorgmæddur að heyra að þetta væri næst seinasta mynd Disney og Pixar.Þetta byrjaði allt með Toy Story árið 1995 en síðan hafa komið út fjöldamargar aðrar t.d. Bugs Life,Monster Inc og Finding Nemo.Þó að það hálf eiðileggi myndina að setja á hana íslenskt tal er hún FRÁBÆR afþreying fyrir bæði unga sem aldna.

Því gef ég myndinni fjórar stjörnur fyrir eina frábærustu teyknimynd sem út hefur komið(fyrir utan Shrek 1 og 2).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Incredibles er skemmtileg gamanmynd sem allir ættu að sjá sem fjallar um ofurhetju fjölskyldu og er mjög góð mynd og ég gef henni fjórar stjörnur:D
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.02.2024

26 Pixar myndir frá verstu til bestu

Teiknimyndafyrirtækið Pixar hefur verið við lýði í næstum þrjá áratugi, en bráðum 28 ár eru frá því fyrsta myndin í fullri lengd kom frá fyrirtækinu. Vefritið Men´s Health raðaði tuttugu og sex myndum í röð eftir gæðum og má sjá listann hér fyrir neðan. [Ath. listinn var gerður áður en Elemental kom út í fyrrasumar.] Í formála segir Men´s Health að hægt sé að skipta árutugunum þr...

12.01.2023

Bíósalirnir á höfuðborgarsvæðinu - Frá verstu til bestu

Heimir Bjarnason kvikmyndagerðarmaður skrifar: Kvikmyndahús á Íslandi eru með þeim betri í heiminum. Undanfarin ár hafa miklar breytingar átt sér stað. Það virðist sem samkeppnin milli kvikmyndahúsanna sé ekki...

07.06.2021

Yfir 600 titlar á Disney+ væntanlegir með ís­lensk­um texta eða tali

Yfir 600 kvikmyndir verða aðgengilegar með ís­lensk­um texta eða tali á streym­isveitunni Disney+ á næstunni, þar af eru yfir 100 teikni­mynd­ir tal­sett­ar á ís­lensku. Þessu greindi Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráð...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn