Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ekki grunaði mig að ég ætti í vændum að sjá eina bestu teiknimynd sem gerð hefur verið þegar ég settist niður fyrir framann tækið og smellti þessari í spilarann. Frekar lítið hefur farið fyrir þessari mynd og er það frekar óskiljanlegt, t.d. vegna þess að hún er ótrúlega vel teiknuð og gefur öðrum nýlegum teiknimyndum eins og Tarzan ekkert eftir hvað útlit varðar. Sagan gerist í Bandaríkjunum á sjötta áratugnum og söguþráðurinn er í stuttu máli að risavaxið vélmenni kemur til jarðar og lendir í smábæ nokkrum þar sem það vingast við dreng einn eftir að hann bjargar því frá eyðileggingu. Það reynist aftur á móti erfitt að fela nokkuð svo stórt fyrir öðrum og fljótlega er herinn kominn í málið, sem er frekar slæmt því að á þessum tíma var allt vélrænt sem ekki kom frá Bandaríkjunum álitið vera tortímingarvopn sent af Rússum. Það kemur á óvart hversu vel myndin höfðar til allra aldurshópa, þó að þetta sé umdeilanlega barnamynd fann ég aldrei fyrir því að hún talaði niður til mín. Mér finnst mjög undarlegt að þessi kvikmynd sé bara sýnd með íslenskri talsetningu þó að frægir leikarar á borð við Jennifer Anniston, Harry Connick Jr. og fleiri þekktir tali í þeirri bandarísku. Þó íslenska talsetningin sé eflaust góð er rétt að taka fram að þessi umfjöllun miðast við hina erlendu. Svipbrigði persónanna og raddir þeirra vinna saman til þess að gefa persónunum dýpt. Ég verð því að gefa þessari mynd sterk meðmæli, þetta er mynd fyrir alla aldurshópa í orðsins fyllstu merkingu.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Brad Bird, Tim McCanlies, Ted Hughes
Framleiðandi
Warner Bros. Pictures
Kostaði
$70.000.000
Tekjur
$23.159.305
Vefsíða:
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
26. desember 1999