Náðu í appið
The Iron Giant
Öllum leyfð

The Iron Giant 1999

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 26. desember 1999

Some secrets are too huge to hide

86 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 96% Critics
The Movies database einkunn 8
/10
The Movies database einkunn 85
/100

Myndin segir sögu níu ára stráks að nafni Hogarth Hughes sem vingast við sakleysislegt risavélmenni utan úr geimnum. Á sama tíma kemur ofsóknaróður útsendari stjórnvalda að nafni Kent Mansley, í bæinn, ákveðinn í að koma risanum fyrir kattarnef með öllum mögulegum ráðum. Nú þarf Hogarth að vernda risann með því að halda honum á ruslahaug Dean McCoppin.... Lesa meira

Myndin segir sögu níu ára stráks að nafni Hogarth Hughes sem vingast við sakleysislegt risavélmenni utan úr geimnum. Á sama tíma kemur ofsóknaróður útsendari stjórnvalda að nafni Kent Mansley, í bæinn, ákveðinn í að koma risanum fyrir kattarnef með öllum mögulegum ráðum. Nú þarf Hogarth að vernda risann með því að halda honum á ruslahaug Dean McCoppin. ... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)


Ekki grunaði mig að ég ætti í vændum að sjá eina bestu teiknimynd sem gerð hefur verið þegar ég settist niður fyrir framann tækið og smellti þessari í spilarann. Frekar lítið hefur farið fyrir þessari mynd og er það frekar óskiljanlegt, t.d. vegna þess að hún er ótrúlega vel teiknuð og gefur öðrum nýlegum teiknimyndum eins og Tarzan ekkert eftir hvað útlit varðar. Sagan gerist í Bandaríkjunum á sjötta áratugnum og söguþráðurinn er í stuttu máli að risavaxið vélmenni kemur til jarðar og lendir í smábæ nokkrum þar sem það vingast við dreng einn eftir að hann bjargar því frá eyðileggingu. Það reynist aftur á móti erfitt að fela nokkuð svo stórt fyrir öðrum og fljótlega er herinn kominn í málið, sem er frekar slæmt því að á þessum tíma var allt vélrænt sem ekki kom frá Bandaríkjunum álitið vera tortímingarvopn sent af Rússum. Það kemur á óvart hversu vel myndin höfðar til allra aldurshópa, þó að þetta sé umdeilanlega barnamynd fann ég aldrei fyrir því að hún talaði niður til mín. Mér finnst mjög undarlegt að þessi kvikmynd sé bara sýnd með íslenskri talsetningu þó að frægir leikarar á borð við Jennifer Anniston, Harry Connick Jr. og fleiri þekktir tali í þeirri bandarísku. Þó íslenska talsetningin sé eflaust góð er rétt að taka fram að þessi umfjöllun miðast við hina erlendu. Svipbrigði persónanna og raddir þeirra vinna saman til þess að gefa persónunum dýpt. Ég verð því að gefa þessari mynd sterk meðmæli, þetta er mynd fyrir alla aldurshópa í orðsins fyllstu merkingu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn