Jurassic World: Fallen Kingdom
2018
Frumsýnd: 8. júní 2018
The park is gone
128 MÍNEnska
47% Critics
48% Audience
51
/100 Myndin gerist um fjórum árum eftir atburðina í síðustu mynd en
síðan þá hafa risaeðlurnar gengið frjálsar á eyjunni Nublar. Því
frelsi er ógnað verulega þegar eldgos hefst skyndilega á eynni og
ákveðið er að flytja sem mest af risaeðlunum upp á fastalandið.
Það er auðvitað hægara sagt en gert og því er kallað í risaeðlusérfræðingana
og fyrrverandi... Lesa meira
Myndin gerist um fjórum árum eftir atburðina í síðustu mynd en
síðan þá hafa risaeðlurnar gengið frjálsar á eyjunni Nublar. Því
frelsi er ógnað verulega þegar eldgos hefst skyndilega á eynni og
ákveðið er að flytja sem mest af risaeðlunum upp á fastalandið.
Það er auðvitað hægara sagt en gert og því er kallað í risaeðlusérfræðingana
og fyrrverandi kærustuparið Claire Dearing og Owen
Grady sem geta ekki annað en orðið við þeirri beiðni að aðstoða
við flutningana. Þau vita að sjálfsögðu ekki að á bak við „björgunina“
eru brögð í tafli og með því að aðstoða við að fanga risaeðlurnar
hafa þau í raun komið þeim úr öskunni í eldinn. Við það geta þau
ekki unað og ákveða að finna saman leið til að snúa vörn í sókn ...... minna