Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Coffee and Cigarettes 2003

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 25. ágúst 2004

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 64% Critics
The Movies database einkunn 65
/100

Sería af stuttum myndum sem eiga það sameiginlegt að fjalla um kaffi og sígarettur.

Aðalleikarar

Roberto Benigni

Roberto (segment "Strange to Meet You")

Steven Wright

Steven (segment "Strange to Meet You")

Iggy Pop

Iggy (segment "Somewhere in California")

Tom Waits

Tom (segment "Somewhere in California")

Alex Descas

Alex (segment "No Problem")

Isaach De Bankolé

Isaach (segment "No Problem")

Cate Blanchett

Cate / Shelly (segment "Cousins")

Jack White

Jack (segment "Jack Shows Meg His Tesla Coil")

Meg White

Meg (segment "Jack Shows Meg His Tesla Coil")

Alfred Molina

Alfred (segment "Cousins?")

Steve Coogan

Steve (segment "Cousins?")

The GZA

GZA (segment "Delirium")

RZA

RZA (segment "Delirium")

Bill Murray

Bill Murray (segment "Delirium")

Taylor Mead

Taylor (segment "Champagne") (voice)

Leikstjórn

Handrit


Coffee and Cigarettes er frekar einföld, hún fjallar um fólk að drekka kaffi. Hugmyndin er frekar heillandi og er myndin sjálf samansett af sirka 10 sketchum sem sýnir fjöldann allan af fólki úr mismunandi stéttum eiga samræður yfir kaffibolla og er fjöldinn allur af skemmtilegum leikurum og þekktum listamönnum sem kemur við sögu í myndinni, þar ber að nefna nöfn eins og Bill Murray, Tom Waits, Iggy Pop, Rza, Cate Blanchett, Steve Coogan, Roberto Benigni og Steve Buscemi. Það mætti segja að Jim Jarmusch væri að reyna að festa raunveruleikann á filmu hérna og er þetta áhugaverð tilraun sem er alveg þess virði að kíkja á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Einhæf en ágæt "art-mynd"
Kvikmyndir gerast nú varla einfaldari heldur en Coffee and Cigarettes. Myndin er samansafn af 10 stuttum "segment-um" sem allir innihalda sama viðfangsefni (titillinn gefur til kynna hvað það gæti verið). Í stuttu máli er myndin eins og 90 mínútna löng kaffipása.

Þessar samræður sem myndin býður upp á eru langt frá því að vera eitthvað í líkingu við skrif Davids Mamet eða Richards Linklater, en það eru margir bútar sem eru vel hróssins virði meðan aðrir teygjast út og verða bara drepleiðinlegir. Ég hafði gaman af cirka 6 af þessum 10 ''stuttmyndum'' og minn allra uppáhalds sketchi var á milli þeirra Steve Coogan og Alfred Molina. Þeir stóðu sig ótrúlega vel og hefðu hinir bútarnir allir verið jafn góðir væri hér óneitanlega um að ræða meistaraverk. En það skemmtilega við myndina er einmitt hversu vel stjörnuprýdd hún er (og þá er um að ræða slík nöfn eins og Cate Blanchett, Bill Murray, Roberto Benigni, Tom Waits, Steve Buscemi, RZA og GZA (úr Wu Tang Clan), Iggy Pop, Steven Wright o.fl.), og flestir - ef ekki allir - leika annaðhvort sjálfan sig eða ýktar útgáfur af sjálfum sér, sem er nokkuð skondið.

Það má samt eiginlega segja að myndin hafi tekið heil 17 ár í framleiðslu, því mörg atriðin eru orðin tiltölulega gömul (búturinn með Benigni og Wright var t.d. tekinn upp árið 1987, meðan Iggy Pop og Tom Waits senan var tekin upp '92, og þannig heldur það áfram).
Heildarniðurstaðan er ákaflega misjöfn. Persónulega hefði ég stytt sumt eða jafnvel sleppt nokkrum minniháttaratriðum (það er nú varla hægt að telja hversu margar 'óþægilegar pásur' koma fyrir, og þar með fannst mér leikstjórinn Jim Jarmusch fullmikið reyna að sækja í raunveruleikann...). En þetta er athyglisverð tilraun engu að síður.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn