Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Life Aquatic with Steve Zissou 2004

Frumsýnd: 11. mars 2005

The deeper you go, the weirder life gets

119 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 73% Critics
The Movies database einkunn 62
/100

Þegar félagi hans er drepinn af hinum dularfulla og mögulega útdauða Jaguar hákarli, fara Steve Zissou og föruneyti hans í rannsóknarleiðangur til að finna og drepa skepnuna. Ferðin verður ævintýraleg en með í för eru fyrrum eiginkona Zissou, fallegur blaðamaður, og aðstoðarskipstjóri sem mögulega gæti verið sonur Zissou.

Aðalleikarar


Þetta er fjórða mynd Wes Anderson og þó ég hafi ekki séð þá fyrstu (Bottle Rocket) þá er eins og þær passi allar inn í sama heiminn, einhverskonar raunverulegan fantasíheim. Þessi eins og hinar er stórskrítin og óvenjulegir hlutir gerast...allir mjög skemmtilegir. Bill Murray er frábær eins og alltaf, Owen Wilson er líka mjög góður. Svo er aragrúi af litlum furðulegum hlutverkum sem er bara snilld, t.d. Willem Dafoe, Jeff Goldblum og Cate Blanchett. Öll furðudýr og umhverfi eru viljandi gervileg og búningarnir eru silly en einhvernveginn passar þetta allt ótrúlega vel saman og býr til frábæra heild. Handritið er ekki það þéttasta, en það er eiginlega aukaatriði í svona mynd. Mér fannst hún betri en Tenenbaums. Rushmore er þó ennþá besta mynd Anderson að mínu mati. Frábær upplifun, frábær mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég skil ekki þetta rugl í ykkur. Þetta er beð betri myndum aldarinnar. Maður þarf að skilja þssa mynd rétt. Þessi Kvikmynd er ekki eins og kvikmyndir eru flestar. Ef þið búist við kvikmyndum eins og þær eru flestar, þá ráðlegg ég ykkur ekki til að sjá þessa mynd. Þessi mynd er alveg rosalega flott, hvernig hún er gerð. Wes Anderson er með betri leikstjórum nútímans. Eftir að hafa séð snilldarverkið The Royal Tennenbaums eftir Wes Anderson bjóst ég við góðri mynd. En mér skjátlaðist. Þessi mynd var allsekki góð, hún var, ég veit ekki hvað ég á að segja, Hún var Svo Frábær. Ég myndi segja þessa mynd listaverk. Svo eru það allir leikararnir, Bill Murray, Owen Wilson, Anjelica Huston, Cate Blanchet, WIllem Dafoe, Noah Taylor, Jeff Goldblum, allt saman frábærir leikarar. Og síðast en ekki síst TÓNLISTIN. Frábær tónlist. Maður getur ekki beðið eftir að sjá næstu mynd Anderson (The Fantastic mr. Fox)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð að segja að ég bjóst við meiru en því sem var varpað á tjaldið. Satt að segja var ég orðinn frekar spenntu að sjá þessa mynd svo ég tók mig til og fór á forsýningu og salurinn var allveg pakk fullur og ég meina troðinn, fólk var farið að kaupa miða á aðrar myndir til að komast inn á sýninguna. Þessi mynd er vægast sagt mjög spes. Verð að játa af og til komu fínir brandarar en þegar í heildina litið þá var þetta ein mest freðna mynd sem ég hef á ævinni séð, bein tilvitnun frá vini mínum sem kom með var: Mér fynnst ég vera heimskari en þegar ég fór inn í salinn. Þetta er mynd sem ég myndi ekki mæla með þar sem að ég var rækilega fyrir vonbrygðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Wes hefur einhæfan en skemmtilegan stíl
Wes Anderson er afar athyglisverður kvikmyndagerðarmaður. Stíllinn hans er orðinn að svo miklu minnismerki hjá honum og nær hann einhvern veginn óskiljanlega að láta furðulega söguþræði og enn furðulegri persónur ganga upp. Þetta sást t.d. í Rushmore og The Royal Tenenbaums, sem voru báðar hátt í frábærar myndir og báru þær þennan sérkennilega stíl Andersons á eftirminnilegan hátt. Ég get ekki alveg sagt að The Life Aquatic nái sömu hæðum og þær. Manni finnst eitthvað vanta, og ég held að það vandamál liggi í ákveðinni fjarveru Owens Wilson. Hann skrifaði einmitt allar fyrri myndir leikstjórans ásamt honum sjálfum, en ekki þessa.

Þessi mynd hefur útlit og stíl leikstjórans á alveg hreinu, en hvað varðar handrit eða persónur almennt vantar mikið upp á til að komast á sama gæðastig. Rushmore og Tenenbaums voru eitthvað svo heillandi í því hvernig persónurnar spiluðust út, og dýptin á bakvið þær var til staðar, meðan stíllinn var einungis aukaatriði sem gerði gott enn betra. The Life Aquatic er eins og hálfkláruð mynd. Leikurinn er góður, sviðsmyndirnar flottar, brellurnar skemmtilega ýktar og húmorinn virkar, en fyrir tveggja tíma kvikmynd er hún alltof grunn. Maður finnur ekki alveg fyrir dramatíkinni þegar hún á sér stað og persónurnar komast aldrei framhjá því að vera einungis furðulegar, í stað þess að manni sé virkilega eitthvað annt um þær.

Myndin verður þó aldrei leiðinleg vegna margra sena sem kitla hláturtaugarnar duglega. En þeir sem þekkja húmorinn í myndum Andersons þeir vita að hann er ótrúlega lágstemmdur og óáberandi. Annað sem ég kann vel að meta við þessa mynd - sem og aðrar myndir Andersons - er tónlistarnotkunin. Það má eiginlega segja að hún sé einstakur stíll í sjálfu sér. Maðurinn þekkir tóna mjög vel og veit alltaf nákvæmlega hvaða lag passar við hvert atriði. Svo má líka sýna smá stolt yfir mjög skemmtilegri notkun á laginu Starálfur eftir Sigurrós í mikilvægu - og hálf absúrd - atriði í lokin.

The Life Aquatic with Steve Zissou er að mínu mati það versta frá þessum skemmtilega leikstjóra. Það segir samt ekki að þetta sé eitthvað léleg mynd. Ég vona samt að Owen hjálpi til með handritið í næstu mynd. Það gæti gert mikið gagn.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég er ósammála fyrri gagnrýni. Þetta er mynd, sem eins og svo margar aðrar myndir, fjallar um fólk sem er á vendipunkti í lífi sínu. Það sem Wes Anderson gerir snilldarlega hér er að skapa persónur sem hafa allar sína galla, en þola ágætlega galla hvors annars. Steve Zissou þarf að leggja í för án besta vinar síns og eiginkonu, en reynir eftir fremsta megni að bæta upp fyrir það með nýju fólki sem verður með í för.



Myndin er auðvitað um teymi sem framleiðir B-klassa heimildarmyndir og er margt í myndinni unnið í B-klassa stíl, t.a.m. allar neðansjávar tæknibrellur.



Mörgum kann að finnast myndin undarleg, en myndir Wes Andersons hafa mjög einkennilegan húmor og stíl. Mér fannst þessi kímni hinsvegar hitta algjörlega í mark og magnið af lúmskum bröndurum er ótrúlegt. Þessi mynd er snilld, og ég hvet sem flesta til að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn