Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Besta mynd Sydney Pollack, það er bókað mál. Dustin Hoffman leikur Michael Dorsey, mann sem lendir í því leiðinda atviki að missa vinnu sína sem leikari. Hann ákveður því einn daginn að klæða sig sem konu og nefnir sig Tootsie til að fá hlutverk. Í gegnum gervi hennar kynnist hann Julie, og verður hrikalega hrifinn af henni. Og byrjar þá atburðarrás sem er einstaklega skemmtileg til áhorfs. Hoffman er alveg meiriháttar sem Dorsey/Tootsie, og Jessica Lange er alveg óaðfinnanlega góð sem Julie og vann Óskar fyrir sitt framlag. Tootsie er gamanmynd sem allir unnendur gamanmynda ættu að geta skemmt sér yfir.
Michael Dorsey, atvinnulausum leikara í Los Angeles gengur ekkert að fá vinnu í sínu fagi fyrr en hann klæðir sig upp eins og konu, kemst að með hlutverk í sápuóperu og slær eftirminnilega í gegn sem sannkölluð rauðsokka en tekur um leið kvenhlutverk sitt alvarlega. Frábærlega fyndinn farsi með einkar góðum leikurum en enginn þeirra slær þó eins eftirminnilega í gegn og Dustin Hoffman í hinu tvöfalda hlutverki sínu sem karl og kona. Hann lítur meira að segja nógu glæsilega út til að njóta hylli tveggja karlmanna. Jessica Lange sem leikur Julie, sem leikur með Hoffman í sápuóperunni fékk óskar fyrir stórgóðan leik sinn, en þetta er eitt af allra fyrstu hlutverkum hennar. Meðal annarra eftirminnilegra leikara má nefna Teri Garr, Bill Murray, Charles Durning, Dabney Coleman, Geenu Davis og leikstjórann Sydney Pollack sem leikur umboðsmann Dustins Hoffman. Semsagt frábært leikaralið, frábært handrit, góð myndtaka og fín leikstjórn. Allt þetta og miklu meira gera það að verkum að smellurinn TOOTSIE er að sjálfsögðu fjögurra stjörnu virði. Þeim sem ekki hafa séð myndina, bendi ég endilega á að drífa í því sem fyrst. Hún er hreint yndislega fyndin og mannbætandi!
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Ewan McGregor, Murray Schisgal
Framleiðandi
Columbia Pictures
Aldur USA:
PG