Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Það er óskarsverðlaunaleikstjórinn Sydney Pollack sem leikstýrir Tom Cruise og öðrum úrvalsleikurum í þessari stórgóðu spennumynd. Tom Cruise leikur hér Mitch McDeere, nýútskrifaðan lögfræðing með bestu einkunn frá Harvard-háskólanum. Þegar honum býðst staða við lítið en öflugt lögfræðifyrirtæki í Memphis getur hann ekki hafnað boðinu enda er í boði ótrúlega há laun og enn ótrúlegri fríðindi, s.s. nýr bíll og útborgun í glæsilegu húsi búnu fyrsta flokks húsmunum. En þegar FBI-maður setur sig í samband við Mitch með sannanir fyrir því að fyrirtækið stundi peningaþvott fyrir mafíuna, er hann skyndilega á milli tveggja elda. Annað hvort neyðist hann til að starfa með FBI að öflun frekari gagna um hina ólöglegu starfsemi eða hann verður ákærður fyrir samsekt í málinu. En Mitch fékk ekki bestu einkunn frá Harvard fyrir ekki neitt! Tom Cruise fer hér á kostum og það gerir óskarsverðlaunaleikarinn Gene Hackman ennfremur í hlutverki vinnufélaga hans. Þá eru þau Jeanne Tripplehorn, Ed Harris og óskarsverðlaunaleikkonan Holly Hunter svakagóð í hlutverkum sínum. Og ekki má gleyma handritinu góða og einstakri leikstjórn Pollacks. Ég gef "The Firm" þrjár og hálfa stjörnu og mæli eindregið með henni, enda er hún afar góð spennumynd og á köflum dramatísk.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Paramount Pictures
Kostaði
$42.000.000
Tekjur
$270.248.367
Aldur USA:
R