Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Firm 1993

Justwatch

They made him an offer he should have refused

154 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 76% Critics
The Movies database einkunn 58
/100

Mitch McDeere er ungur maður sem á framtíðina fyrir sér í lögfræðinni. Hann er um það bil að klára embættisprófið sitt, þegar fulltrúi frá "Fyrirtækinu" kemur til hans og gerir honum tilboð sem hann getur ekki hafnað. Hann heillast af gylliboðum, peningum og gjöfum, en kemur ekki auga á það sem er skuggalegt við fyrirtækið. Þá gerist það að tveir... Lesa meira

Mitch McDeere er ungur maður sem á framtíðina fyrir sér í lögfræðinni. Hann er um það bil að klára embættisprófið sitt, þegar fulltrúi frá "Fyrirtækinu" kemur til hans og gerir honum tilboð sem hann getur ekki hafnað. Hann heillast af gylliboðum, peningum og gjöfum, en kemur ekki auga á það sem er skuggalegt við fyrirtækið. Þá gerist það að tveir starfsmenn fyrirtækisins eru myrtir. Alríkislögreglan, FBI, kemur til hans og biður hann um upplýsingar og skyndilega er líf hans í rúst. Hann á um að velja að vinna fyrir FBI, eða vera áfram hjá Fyrirtækinu. Í báðum tilfellum mun hann glata lífinu sínu eins og hann þekkir það í dag. Mitch sér að eina leiðin út úr þessu er að búa til sína eigin áætlun til að sleppa út úr þessu. Myndin er byggð á spennusögu John Grisham, The Firm. ... minna

Aðalleikarar


Það er óskarsverðlaunaleikstjórinn Sydney Pollack sem leikstýrir Tom Cruise og öðrum úrvalsleikurum í þessari stórgóðu spennumynd. Tom Cruise leikur hér Mitch McDeere, nýútskrifaðan lögfræðing með bestu einkunn frá Harvard-háskólanum. Þegar honum býðst staða við lítið en öflugt lögfræðifyrirtæki í Memphis getur hann ekki hafnað boðinu enda er í boði ótrúlega há laun og enn ótrúlegri fríðindi, s.s. nýr bíll og útborgun í glæsilegu húsi búnu fyrsta flokks húsmunum. En þegar FBI-maður setur sig í samband við Mitch með sannanir fyrir því að fyrirtækið stundi peningaþvott fyrir mafíuna, er hann skyndilega á milli tveggja elda. Annað hvort neyðist hann til að starfa með FBI að öflun frekari gagna um hina ólöglegu starfsemi eða hann verður ákærður fyrir samsekt í málinu. En Mitch fékk ekki bestu einkunn frá Harvard fyrir ekki neitt! Tom Cruise fer hér á kostum og það gerir óskarsverðlaunaleikarinn Gene Hackman ennfremur í hlutverki vinnufélaga hans. Þá eru þau Jeanne Tripplehorn, Ed Harris og óskarsverðlaunaleikkonan Holly Hunter svakagóð í hlutverkum sínum. Og ekki má gleyma handritinu góða og einstakri leikstjórn Pollacks. Ég gef "The Firm" þrjár og hálfa stjörnu og mæli eindregið með henni, enda er hún afar góð spennumynd og á köflum dramatísk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

16.10.2016

Cruise hleypur stanslaust í ofurklippu

Burger Fiction á YouTube hefur búið til ofurklippu með öllum hlaupum Tom Cruise á kvikmyndaferli hans. Þar sést Cruise hlaupa eins og fætur toga í myndum á borð við Born on the Fourth of July, The Firm, Minority Repo...

13.02.2013

Ný Grisham mynd á leiðinni

Hver man ekki eftir The Firm, The Client, Pelican Brief og Time to Kill, sem allt eru bíómyndir byggðar á sögum spennusagnarithöfundarins John Grisham. Nú er von á nýrri mynd sem byggð verður á sögu eftir Grisham, en fra...

02.11.2012

Bond-stúlka vill leika illmenni

Berenice Marlohe, sem leikur Bond-stúlkuna Severine í Skyfall, segir að draumur sinn sé að leika illmenni, til dæmis höfuðpaur mafíunnar. "'Ég væri til í að vera Jókerinn í næstu Batman-mynd. En það eru oftast karlar ...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn