Kuldi á toppnum fjórðu vikuna í röð

Sálfræðitryllirinn Kuldi, í leikstjórn Erlings Óttars Thoroddsens, situr sem fastast á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans fjórðu vikuna í röð. Tekjur myndarinnar um síðustu helgi voru rúmar fjórar milljónir en heildartekjur frá frumsýningu eru komnar upp í rúmar 47 milljónir króna.

Í annað sætið eru komnir harðhausaranir í málaliðagenginu The Expendebles, en myndin, The Expendables 4, er ný á lista.

Hrollvekjan The Nun 2 fer niður um eitt sæti í það þriðja.

Hinar nýju myndirnar, Past Lives og Unruly fara beint í þrettánda og átjánda sæti listans.

Sjáðu bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: