Kuldi með 11 milljónir

Það er ískalt á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans enda ræður íslenski sálfræðitryllirinn Kuldi eftir Erling Óttar Thoroddsen þar ríkjum eftir sýningar helgarinnar. Rúmlega fimm þúsund manns mættu í bíó um helgina til að berja myndina augum og samkvæmt þeim gestum sem Kvikmyndir.is ræddi við er um fantagóða mynd að ræða með óvæntum endi.

Í öðru sæti er kvikmyndin Equalizer 2 með Denzel Washington og Dakota Fanning í aðalhlutverkum og í því þriðja er toppmynd síðustu vikna, Barbie, sem nú er orðin mest sótta mynd ársins alþjóðlega.

Fucking Bornholm sem kom ný í Bíó paradís um helgina fór beint í sextánda sæti listans.

Sjáðu aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: