Joker í þriðja sinn á toppnum

Þriðju vikuna í röð er Joker á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, en tekjur af myndinni námu rúmum sex milljónum króna um síðustu helgi.

Hress á göngu.

Í öðru og þriðja sæti listans eru nýjar myndir. Í öðru sætinu er Angelina Jolie sem nornin Maleficent í Maleficent: Mistress of Evil, og í þriðja sæti er ný íslensk kvikmynd, Agnes Joy.

Þrjár aðrar nýjar kvikmyndir eru á listanum þessa vikuna. Beint í sjöunda sætið fór Ready or Not, Jexi fór beint í það níunda, og beint í tuttugasta sætið fór Gósenlandið, ný íslensk heimildarmynd.

Sjáðu bíóaðsóknarlistann íslenska í heild sinni hér fyrir neðan: