Joker er stærsta frumsýningarhelgi Warner Bros. myndar frá upphafi

Fjórtán þúsund manns fóru í bíó um helgina til að sjá kvikmyndina JOKER, að því er fram kemur í tilkynningu frá SAM bíóunum, en tekjur af sýningum myndarinnar námu yfir 20 milljónum króna.

Í tilkynningunni segir að þetta sé stærsta frumsýningarhelgi kvikmyndar frá framleiðslufyrirtækinu Warner Bros á Íslandi frá upphafi, rétt eins og raunin sé í 40 öðrum löndum.

Í Bandaríkjunum námu tekjur myndarinnar yfir helgina 93,5 milljónum Bandaríkjadala, og á heimsvísu 234 milljónum dala.

Joker í fullum skrúða.

Önnur vinsælasta kvikmynd landsins er teiknimyndin Everest – ungi snjómaðurinn, sem er einnig ný á lista. Í þriðja sæti íslenska aðsóknarlistans er svo Downton Abbey og stendur í stað á milli vikna.

Sjáðu íslenska aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: