Hjartasteinn vinsælasta myndin á Íslandi

Íslenska kvikmyndin Hjartasteinn fór beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina, en myndin var frumsýnd með pompi og prakt í síðustu viku, og hefur nú þegar hlotið mikið lof, bæði gagnrýnenda og áhorfenda.

Myndin gerist yfir sumar í litlu sjávarþorpi á Íslandi. Sagan fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina.

hjartasteinn

Í öðru sæti listans þriðju vikuna í röð er teiknimyndin Syngdu og í þriðja sæti er toppmynd síðustu fimm vikna, Star Wars hliðarsagan Rogue One: A Star Wars Story. 

Þrjár aðrar nýjar myndir eru á listanum að þessu sinni. Ben Affleck myndin Live By Night fór beint í fimmta sæti listans, Mark Wahlberg myndin sannsögulega Patriots Day skipar 9. sætið eftir sýningar helgarinnar og verðlaunamyndin Graduation fer beint í 20. sætið.

Sjáðu bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoff