Tomorrowland toppar í USA

Ævintýramyndin Tomorrowland með George Clooney í aðalhlutverki var vinsælasta myndin í Bandaríkjunum þessa helgina. Aðsóknin olli þó vonbrigðum, samkvæmt frétt Variety, en tekjur myndarinnar námu 32,2 milljónum Bandaríkjadala yfir helgina alla.

george clooney

Leikstjóri er Brad Bird, sem þekktur er fyrir mynd sína Mission: Impossible – Ghost Protoco. 

Pitch Perfect 2 er önnur vinsælasta myndin, en hún er núna sína aðra viku á lista.

Tekjur þeirrar myndar eru komnar upp í 125,4 milljónir dala í Bandaríkjunum, en hún nýtur vinsælda hér á landi og víða um heim annarsstaðar einnig.

Áætlanir Disney kvikmyndaversins gerðu ráð fyrir að Tomorrowland þénaði 40 milljónir dala yfir helgina alla, og 50 milljónir ef mánudagurinn er talinn með, en hann er frídagur í Bandaríkjunum, svokallaður Memorial Day.

Myndin kostaði 180 milljónir dala í framleiðslu, og því er enn nokkuð í land með að myndin nái að þéna upp í kostnað.

Af öðrum nýjum myndum þá þénaði Poltergeist endugerðin 23 milljónir dala.

Mad Max: Fury Road gengur einnig vel í Bandaríkjunum og er komin með tekjur upp á 87,3 milljónir dala þar í landi, á annarri viku á lista.

Tomorrowland verður frumsýnd hér á landi á miðvikudaginn.