Ekkert grín á toppnum

Aðsóknartölur kvikmyndarinnar Joker eru ekkert grín þessa vikuna, en myndin er aðra vikuna í röð á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans með ríflega 10 milljónir króna í aðgangseyri.

Alvörugefinn.

Aðra vikuna í röð, sömuleiðis, er Everest: Ungi snjómaðurinn í öðru sæti en í þriðja og fjórða sætið eru komnar nýjar myndir. Annarsvegar er það Will Smith myndin Gemini Man, með rúmar 2 milljónir í tekjur og hinsvegar ný hálf-íslensk mynd, Goðheimar, fyrir börn og alla fjölskylduna.

Heilar sjö aðrar nýjar myndir eru einnig á listanum. Í 16. sæti er verðlaunamyndin Parasites, í 17. sæti Pilsudski, í því 18. er íslenska heimildarmyndin Síðasta haustið, í 24. sæti er For Sama, The Art of Self Defence í því 25., í 26. sæti er svo High Life og lestina rekur svo Billy Elliot leikarinn Jamie Bell í Skin.

Sjáðu bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: