Jason Bourne toppmynd hér og í USA

Njósnatryllirinn Jason Bourne eftir Paul Greengrass með Matt Damon í aðalhlutverkinu, var vinsælasta mynd Verslunarmannahelgarinnar hér á Íslandi rétt eins og í Bandaríkjunum, en myndin var frumsýnd nú fyrir helgi.

Njósnarinn Bourne er sem fyrr að púsla saman atvikum úr eigin lífi, um leið og hann er á flótta undan stofnuninni sem hann starfaði eitt sinn fyrir.

jason bourne matt dameon

Önnur vinsælasta myndin er toppmynd síðustu viku, geimmyndin Star Trek Beyond og í þriðja sæti er nýja Draugabanamyndin,  Ghostbusters, sem fer  niður um eitt sæti á milli vikna.

Ein ný mynd til viðbótar er á listanum að þessu sinni: Blue Room fer beint í 15. sæti listans.

Sjáðu aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan:

box