Náðu í appið

Gósenlandið 2019

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 18. október 2019

96 MÍNÍslenska

Gósenlandið er þriðja kvikmyndin í röð heimildamynda sem kvikmyndafélagið Gjóla ehf hefur framleitt undir stjórn Ásdísar Thoroddsen, sem beinir augum að sögu og verkmenningu á Íslandi. Sú fyrsta fjallaði um bátasmíðar, önnur fjallaði um búningasaum og nú er það sú þriðja sem fjallar um mataröflun, matseld og matarsögu. Matargerð á Íslandi einkenndist... Lesa meira

Gósenlandið er þriðja kvikmyndin í röð heimildamynda sem kvikmyndafélagið Gjóla ehf hefur framleitt undir stjórn Ásdísar Thoroddsen, sem beinir augum að sögu og verkmenningu á Íslandi. Sú fyrsta fjallaði um bátasmíðar, önnur fjallaði um búningasaum og nú er það sú þriðja sem fjallar um mataröflun, matseld og matarsögu. Matargerð á Íslandi einkenndist af skorti; salt vantaði, brenni vantaði, korn vantaði, flest það sem nóg var af hjá nágrannaþjóðum. Engu að síður hefur þjóðin sem byggði landið fundið leiðir til að bæta úr skortinum. Því er nafnið, Gósenlandið, ekki gefið í kaldhæðni.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn