Þriðja vika Kulda á toppinum – 40 milljóna tekjur

Sálfræðitryllirinn Kuldi er vinsælasta kvikmyndin á Íslandi þriðju vikuna í röð. Tekjur myndarinnar yfir helgina námu 6,8 milljónum króna og eru heildartekjur myndarinnar frá frumsýningu eru nú komnar upp í fjörutíu milljónir króna.

Í öðru sætinu á íslenska bíóaðsóknarlistanum, aðra vikuna í röð, er hrollvekjan The Nun 2.

Nýjar í þriðja og fjórða

Í þriðja og fjórða sætinu eru svo myndirnar tvær sem komu nýjar í bíó um helgina; íslenska gamanmyndin Northern Comfort og Agatha Christie ráðgátan A Haunting in Venice.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: