Jackman í næstu mynd Blomkamp

Hugh Jackman hefur staðfest að hann muni leika í nýjustu mynd Neill Blomkamp, leikstjóra District 9 og Elysium. Jackman er þessa dagana að kynna myndina Prisoners þar sem Jake Gyllenhaal leikur á móti honum.

Hugh-Jackman_4

Mynd Blomkamp heitir Chappie og verður hún tekin upp í Jóhannesarborg snemma á næsta ári.

Chappie, sem er væntanleg í bíó 2015, fjallar um vélmenni sem Sharlto Copley talar fyrir. Tveir glæpamenn stela því og ætla að nota til slæmra verka.