Ný stikla úr Chappie

photoGlæný stikla úr nýjustu mynd Suður-Afríska leikstjórans Neill Blomkamp var opinberuð um helgina. Með aðalhlutverk í myndinnni fara m.a. Hugh Jackman, Sigourney Weaver, Dev Patel og Yolandi Visser og Ninja úr hljómsveitinni Die Antwoord.

Myndin segir frá vélmenni sem rænt er af tveimur glæpamönnum og elst upp hjá stórfurðulegri fjölskyldu, en vélmennið, sem er piltur, er gætt einhvers konar náðargáfu. Sharlto Copley, náinn samstarfsmaður Blomkamp, ljáir vélmenninu rödd sína.

Hér að neðan má sjá stikluna.