Captain America til Grænlands

Captain America leikarinn Chris Evans lætur sér ekki nægja að sinna Marvel heiminum, heldur hefur hann nú ráðið sig í nýjustu kvikmynd District 9 leikstjórans Neill Blomkamp, Greenland, eða Grænland.  Myndin fjallar um fjölskyldu sem reynir að lifa af stórkostlegar náttúruhamfarir.

Ekkert er meira vitað um verkefnið að svo stöddu, né heldur er vitað hvenær myndin verður frumsýnd. Þó hefur verið staðfest að tökur myndarinnar hefjist á síðasta fjórðungi þessa árs.

„Þegar við lásum handritið að Greenland, þá vissum við umsvifalaust að þarna væri á ferðinni kvikmynd sem við hjá Anton framleiðslufyrirtækinu vildum gera. Snjöll, með fókus á persónurnar, full af spennu og hjartahlýju á sama tíma,“ sagði Sébastien Raybaud, forstjóri Anton í tilkynningu sem hann gaf á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem nú stendur yfir.