Vélmenni með gullkeðju

Kvikmyndin Chappie er nýjasta verk Suður-Afríska leikstjórans Neill Blomkamp. Myndin er byggð á stuttmynd sem Blomkamp gerði árið 2004 og kallast Tetra Vaal.

Myndin segir frá vélmenni sem rænt er af tveimur glæpamönnum og elst upp hjá stórfurðulegri fjölskyldu, en vélmennið, sem er piltur, er gætt einhvers konar náðargáfu. Sharlto Copley, náinn samstarfsmaður Blomkamp, mun ljá vélmenninu rödd sína.

Með aðalhlutverk í myndinni fara m.a. Hugh Jackman, Sigourney Weaver, Dev Patel og Sharlto Copley. Verður þetta því í þriðja skipti sem Copley vinnur með Blomkamp. Hann hefur áður leikið aðalhlutverkið í District 9 og fer með aukahlutverk í Elysium.

Nýtt plakat fyrir myndina var opinberað í dag og má þar sjá vélmenni með gullkeðju um hálsinn haldandi á stafakubbum sem mynda titil myndarinnar.

ApppqG1