Matt Damon flottur í Elysium

Framleiðandinn Sony hefur sent frá sér nýja ljósmynd af Matt Damon með risastóra byssu í framtíðartryllinum Elysium.

Leikstjóri er Neill Blomkamp, sá hinn sami og sendi frá sér frumsmíðina District 9 fyrir þremur árum við mjög góðar undirtektir. Mikil eftirvænting ríkir eftir þessari næstu mynd hans, sem er væntanleg sumarið 2013.

Myndin gerist árið 2159 þegar tvær stéttir fólks eru til, sú forríka sem býr í geimstöðinni Elysium við miklar lystisemdir og allir hinir sem  kúldrast á jörðinni þar sem alltof margir búa.

Meðal annarra leikara í myndinni er Jodie Foster.