
Tvöfaldi Óskarsverðlaunahafinn Jodie Foster ætlar að leikstýra, framleiða og leika aðalhlutverkið í endurgerð kvikmyndar Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, sem fékk kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs á dögunum. Myndin er umhverfisverndartryllir, eins og það er orðað á Deadline kvikmyndavefnum, en myndin verður framlag Íslendinga til Óskarsverðlaunanna í febrúar nk. Foster mun fara með hlutverk Höllu, sem Halldóra […]