Tarantino fær Cesar verðlaunin

Kvikmyndaleikstjórinn og költ fígúran Quentin Tarantino, fær sérstök heiðursverðlaun fyrir ævistarfið í næsta mánuði á Cesar verðlaununum, sem er einskonar franskur Óskar.

Forseti akademíunnar, Alain Terzian, segir að Tarantino fái verðlaunin í virðingarskyni fyrir að vera frábær alþjóðlegur listamaður.

Bandaríska leikkonan Jodie Foster mun verða formaður dómnefndar, en verðlaunin verða veitt í 36. skiptið þann 25. febrúar nk. í París, höfuðborg Frakklands.