Harrison Ford segir Star Wars „ótrúlega"

Harrison Ford segir að Star Wars: The Force Awakens sé „ótrúleg“.  star wars

Ford, sem snýr aftur sem Han Solo í myndinni, greindi frá þessu í spjallþættinum The Jimmy Kimmel Show.

Hann vildi ekki tjá sig of mikið um söguþráðinn. „Af hverju ætti ég að segja eitthvað? Ég vil að áhorfendur upplifi þetta. Ég vil að þeir komist að þessu í gegnum myndina,“ sagði Ford.

„Ég get sagt þér að hún er mjög, mjög góð. Trúðu mér, hún er mjög góð. Nýju leikararnir, Daisy Ridley, John Boyega, Adam Driver og Oscar Isaac eru mögnuð. JJ [J.J. Abrams] hefur búið til ótrúlega mynd. Þú verður ekki fyrir vonbrigðum, ég get lofað þér því.“

Ford lék Han Solo síðast í Star Wars: Episode VI-Return of the Jedi sem kom út 1983.