Boyega bregst við kynþáttafordómum

Eftir að fyrsta stiklan úr sjöundu Stjörnustríðsmyndinni, Star Wars: The Force Awakens, kom út á föstudaginn hafa margir netverjar gagnrýnt hana fyrir að skarta stormsveitarmanni sem er svartur á hörund.

star_wars_force_awakens_john_boyega_h_2014

Leikarinn John Boyega fer með hlutverk stormsveitarmannsins og brást við þessum athugasemdum á Twitter í dag. ,,Fyrir þá sem þetta varðar… þið verðið að venjast þessu,“ skrifaði Boyega til þeirra sem skrifuðu niðrandi ummæli í garð kynþáttar hans. Boyega þakkaði í leiðinni aðdáendum sem hafa stutt hann.

J.J. Abrams leikstýrir og með önnur aðalhlutverk í myndinni fara Adam Driver, Daisy Ridley, Mark Hamill, Harrison Ford og Carrie Fisher. Myndin er væntanleg í kvikmyndahús þann 18. desember á næsta ári.