Leikarinn hafði glímt við Parkinsons-sjúkdóminn um nokkurra ára skeið.
Breski leikarinn Jeremy Bulloch lést í gær, 75 ára að aldri, en hann er mörgum Stjörnustríðsunnendum kunnugur sem mannaveiðarinn Boba Fett. Bulloch hafði átt við heilsuvandamál að stríða og hafði einnig glímt við Parkinsons-sjúkdóminn um nokkurra ára skeið. Ferill Bullochs og sjónvarpi spannaði hálfa öld en auk Stjörnustríðs lék hann… Lesa meira
Fréttir
Alsæll með bóluefnið
Breski gæðaleikarinn kveðst vera afar heppinn.
Sir Ian McKellen, hinn virti leikari, var bólusettur í gær vegna Covid-19 og þar af leiðandi með fyrstu frægu einstaklingum til að hljóta slíkt. Kveðst hann vera mjög heppinn og hikar ekki við að mæla með bóluefninu frá Pfizer fyrir alla.McKellen, sem er 81 árs, er þekktastur fyrir túlkun sína… Lesa meira
Sjón með nýja túlkun á Hamlet
Hin óviðjafnanlega Noomi Rapace fer með aðalhlutverkið.
Sænska leikkonan Noomi Rapace hefur verið ráðin í titilhlutverk glænýrrar túlkunar á Hamlet og er handritið eftir rithöfundinn Sigurjón Birgi Sigurðsson, eða Sjón. Kynjahlutverkum verður snúið við í þessari aðlögun og hefur dansk-íranski kvikmyndagerðarmaðurinn Ali Abbasi leikstjórn með höndum. Myndin verður samstarfsverkefni fyrirtækjanna Meta Film og Boom Films og er… Lesa meira
Brot á meðal tíu bestu þáttaraða ársins
Serían hefur almennt notið gífurlegra vinsælda á Netflix víða um heim.
Íslenska spennuþáttaröðin Brot (e. The Valhalla Murders) er valin meðal tíu bestu þáttaraða ársins í Bretlandi á menningarsíðu BBC. Segir í úttekt miðilsins að þættirnir átta séu kjörnir fyrir „hámhorf“ á vetrartíma og er farið fögrum orðum um íslenska landslagið, þemun og ekki síður tónlistina.Serían hefur almennt notið gífurlegra vinsælda… Lesa meira
Baltasar segir skilið við hundamynd Wahlbergs
Þriðja samstarfsverkefni Baltasars og Marks Wahlberg komið í hundana.
Nýr leikstjóri hefur verið ráðinn fyrir kvikmyndina Arthur the King, mynd sem Baltasar Kormákur átti upphaflega að leikstýra. Það er breski leikstjórinn Simon Cellan Jones sem tekur við keflinu, en hann hefur marga fjöruna sopið í sjónvarpsþáttagerð. Á meðal þátta má nefna Boardwalk Empire, Jessica Jones og Ballers. Arthur the… Lesa meira
Öskraði á fólk fyrir að virða ekki fjarlægðarmörk
Hlustaðu á Tom Cruise húðskamma tökulið fyrir að fylgja ekki sóttvarnarreglum.
Stórstjarnan Tom Cruise trylltist á tökustað yfir samstarfsmönnum sem fylgdu ekki starfsreglum vegna COVID-19. Atvikið átti sér stað í London við tökur á myndinni Mission: Impossible 7 og rataði upptaka af fúkyrðum leikarans í breska slúðurmiðilinn The Sun. Hermt er að Cruise hafi séð tvo starfsmenn standa í minna en… Lesa meira
Fleiri æfir yfir HBO Max herferðinni: „Ólöglegt niðurhal mun sigra“
Leikstjóri Dune er ekki bjartsýnn á framhaldsmynd.
Það fór aldeilis ekki lítið fyrir tilkynningu kvikmyndaversins Warner Bros. þegar ákveðið var að gjörbreyta útgáfuplani 17 væntanlegra stórmynda. Ákvörðunin felur það í sér að gefa kvikmyndir félagsins út á streymisþjónustu HBO Max á sama tíma og þær eiga að lenda í bíóhúsum. Þetta skipulag kom mörgu kvikmyndagerðarfólki í opna… Lesa meira
Kvikmyndin þarf ekki að vera eins og bókin
Ólafur Darri ræðir tilgang lífsins og ágæti The Shining.
Leikarinn Ólafur Darri Ólafsson er landsmönnum vel kunnur enda reglulega með mörg járn í eldinum. Nýverið vakti hann mikla athygli fyrir sjónvarpsþættina Ráðherrann auk þess sem honum brá fyrir í gamanmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Hefur hann einnig komið við sögu í þáttunum Cursed, tölvuleiknum Assassins… Lesa meira
Cook ráðin í He’s All That
Úr “lúðanum” í mömmuna.
Bandaríska leikkonan Rachael Leigh Cook mun bregða fyrir í gamanmyndinni He’s All That, væntanlegri endurgerð hinnar geysivinsælu She’s All That frá 1999. Cook fór þar með annað aðalhlutverkið. Kynjahlutverkum verður snúið við í nýju myndinni, en sú upprunalega fjallaði um vinsælan „töffara“ á útskriftarári sem gerir veðmál við félaga sína… Lesa meira
Batman v Superman í endurbættri útgáfu
Þriggja tíma „Ultimate“ útgáfan verður fáanleg í stærri ramma.
Stórmyndin Batman v Superman: Dawn of Justice verður gefin út í endurbættri útgáfu á HBO Max streymið á næsta ári. Tilefnið er að hita upp fyrir hina væntanlegu útgáfu Zacks Snyder á Justice League, sem margir aðdáendur hafa beðið óþreyjufullir eftir. Justice League, sem gefin verður út í fjórum hlutum,… Lesa meira
Heillandi tónaflóð og tómarúm
Stuttmyndin Island Living leynir á sér.
Stuttmyndin Island Living, í leikstjórn Viktors nokkurs Sigurjónssonar, tekur öðruvísi snúning á það sem best er lýst sem "eymdarklisju íslenskra verka", þar sem afskekkt þorp speglar tómarúm í sál persóna. Segir hér frá hinum 12 ára gamla Braga, sem býr einn með móður sinni á Seyðisfirði og virðist lítið tengjast… Lesa meira
Ekki gott lúkk, Zemeckis
Eitthvað fór alvarlega úrskeiðis með þessa nálgun á Nornunum.
Strætó-útgáfan:Þessi saga Roald Dahl býður upp á spennandi útfærslu, en hér er því miður um áhrifalitla útgáfu að ræða. The Witches frá Robert Zemeckies er flækt í tónaglundroða og sjónarspilið er skuggalega lítið fagurt. Bökkum nú aðeins... Eitthvað fór alvarlega úrskeiðis í þessari nálgun á Nornunum. Sú var tíðin að… Lesa meira
Blautur í bransapólitík
Kvikmyndin Mank frá David Fincher er „biopic“ af betri gerðinni.
'Mank' er sannkölluð kvikmyndaperramynd. Það bæði lyftir henni upp á vissan gæðastall en vinnur sömuleiðis gegn henni í augum almenna áhorfandans. En myndin, sem í fyrstu virðist þurr og uppfull af sér sjálfri, er fljót að sanna sig sem þrælskemmtilegt eintak; hið forvitnilegasta innlit í hugarheim áhugaverðs manns, innlit í… Lesa meira
10 eftirminnilegir drullusokkar úr kvikmyndum
Persónur sem hægt er að hata og elska samtímis.
Til er skítmikið af drullusokkum af ýmsum tegundum á hvíta tjaldinu. Þá er undirritaður ekki að tala um illmenni eins og Darth Vader eða Sauron, heldur þessa erkimannfjanda sem eru illkvitnir en svo andskoti eftirminnanlegir að maður annaðhvort elskar þá, hatar þá (eða hvor tveggja samtímis), elskar að hata þá… Lesa meira
Hver framleiðir svona rusl?
Málið er skoðað og strákarnir í Poppkúltúr varpa út sínum svörum.
Hvert er hlutverk framleiðandans í kvikmyndagerð? Af hverju eru þeir svona margir og hví skrifast það yfirleitt á þá þegar stórmyndir lenda í rugli og leikstjóraútgáfur bíómynda fæðast? Hverjar eru þekktustu sögurnar um hinn illa framleiðanda og hverjir eru með þekktustu föntum í seinni tíð kvikmyndasögunnar? Sigurjón og Tómas skoða… Lesa meira
Kim Ki-Duk látinn vegna Covid-19
Kim Ki-Duk var einn frægasti leikstjóri Suður-Kóreu.
Suður-Kóreski kvikmyndagerðarmaðurinn Kim Ki-Duk er látinn, 59 ára að aldri. Hann lést á sjúkrahúsi í Lettlandi vegna COVID-19 og hafði hann verið að glíma við alvarleg einkenni. Hann hafði verið í miðjum undirbúningi á kvikmynd þegar veikindin hófust. Kim Ki-Duk var einn frægasti leikstjóri Suður-Kóreu; afkastamikill og hafði margsinnis unnið… Lesa meira
Skoða eldfjöll á Íslandi fyrir Disney+
Will Smith var staddur hér á landi í sumar við tökur á nýrri þáttaröð frá Darren Aronofsky.
Eins og greint var frá í sumar var bandaríska stórstjarnan Will Smith í tökum á Íslandi fyrir sjónvarpsþátt. Nú hefur fengist staðfest að verkefnið hafi verið á vegum kvikmyndagerðarmannsins Darren Aronofsky, sem framleiðir ásamt National Geographic fyrir streymisveituna Disney+. Þáttaröðin ber heitið Welcome to Earth og mun Smith sjást þar… Lesa meira
Disney með risatilkynningar um Star Wars-heiminn
Það er ansi margt sem hægt er að hlakka til að sjá í Stjörnustríðsheimi Disney+.
Disney hefur síðustu tvo daga haldið kynningu þar sem fjárfestum er sagt frá framtíðarplönum varðandi fyrirtækið. Það er ansi margt sem hægt er að hlakka til að sjá í Stjörnustríðsheimi Disney+. Í kjölfar vinsælda sjónvarpsþáttaraðarinnar The Mandalorian á Disney+, hefur verið ákveðið að setja allt á fullt og enn fleiri… Lesa meira
„Vanþroska maður hleypur langt“ – Glataðar lýsingar á gæðamyndum
„Debbie heimsækir borgina Dallas og hittir mann og annan“
Það má alltaf finna ýmsar leiðir til að lýsa góðum kvikmyndum með afleitum hætti. Netverjar á samfélagsmiðlum hafa lengi vel tekið þátt undir myllumerkinu #MoviePlotsExplainedBadly og leikið sér að því að súmma athyglisverða sögu upp í einni setningu þannig að vel gerð kvikmynd virkar eins og abstrakt frat eða eitthvað… Lesa meira
Eddie Izzard ánægður með uppistand Ara
Einn vinsælasti grínisti Bretlands segir Íslendinga hafa frábæran húmor.
Breski leikarinn og uppistandarinn Eddie Izzard segir Íslendinga vera með góðan húmor og fullyrðir að uppistand Ara Eldjárns á Netflix, Pardon my Icelandic, sé sönnun fyrir því. Lof þetta birti Izzard á Twitter-síðu sinni þegar hann deildi tísti Ara um sýninguna vinsælu. Grínarinn, líkt og margir vita, er mikill Íslandsvinur og af mörgum talinn fyndnasti maður Bretlands. „Ég hef oft haldið… Lesa meira
Zorro í nútíma útfærslu
Glæný túlkun á hetjunni í bígerð frá Rodriguez-systkinum.
Kvikmyndagerðarmaðurinn Robert Rodriguez mun framleiða endurræsingu um hina fornfrægu hetju alþýðunnar, Zorro. Verkefnið vinnur hann í samstarfi við Rebeccu Rodriguez, sem kemur til með að leikstýra, og hina góðkunnu Sofiu Vergara. Saman vinna systkinin Rodriguez að handritinu og er talið líklegt að um sjónvarpsseríu sé að ræða, þó það hafi… Lesa meira
Eurovision herferðin sem aldrei varð – „Frekar súrrealískt að horfa á hana“
Daði Freyr tjáir sig um Ja Ja Ding Dong við Entertainment Weekly.
Til stóð að tjalda öllu til fyrir markaðsherferð kvikmyndarinnar Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Sem dæmi var áætlað að dúettinn Fire Saga myndi koma fram á Eurovision-keppninni í Rotterdam þetta árið áður en henni var aflýst.Þetta kemur fram í ítarlegri grein fréttamiðilsins… Lesa meira
Mætir fjölda persóna úr fyrri seríum
„Spider-Man 3“ verður sífellt pakkaðri.
Köngulóarmaðurinn mun mæta góðkunnum karakterum í næstkomandi Spider-Man mynd, verða þetta karakter úr fyrri seríum.Þessi þriðja (enn ótitlaða) Spider-Man mynd verður sú síðasta í bili sem unnin er af Sony í samstarfi við Marvel Studios, en það er auðvitað Tom Holland sem gengur með grímuna. Myndin er þar af leiðandi… Lesa meira
Héraðið og Hvítur, hvítur dagur á lista yfir 50 bestu myndir ársins
Báðar kvikmyndir hafa vel fallið í kramið hjá gagnrýnendum um allan heim.
Kvikmyndagagnrýnendur breska miðilsins The Guardian hafa tekið saman lista yfir 50 bestu myndir ársins 2020 og eiga þar tveir íslenskir titlar góðan sess. Annars vegar er það Héraðið eftir Grím Hákonarson og Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason. Óhætt er að fullyrða að báðar kvikmyndir hafa vel fallið í kramið… Lesa meira
Í vinnu hjá verstu streymisþjónustunni
Christopher Nolan telur kvikmyndaverin nota faraldurinn sem afsökun
Christopher Nolan, hinn virti kvikmyndagerðarmaður, er ekki par sáttur með ákvörðun Warner Bros. um að gefa kvikmyndir félagsins út á streymisþjónustu HBO Max á sama tíma og þær eiga að lenda í bíóhúsum vestanhafs. Hann segir þetta skipulag hafi komið mörgu kvikmyndagerðarfólki í opna skjöldu og séu stór mistök þegar… Lesa meira
Segir bíóin ekki vera í útrýmingarhættu
Soderbergh er vongóður um framtíð kvikmyndahúsa.
Kvikmyndagerðarmaðurinn Steven Soderbergh er bjartsýnn á framtíð kvikmyndahúsa og telur ólíklegt að streymisveitur taki alfarið við dreifingu kvikmynda. Bíóiðnaðurinn hefur tekið miklum stakkaskiptum vegna Covid-19, lokunum kvikmyndahúsa og frestunum á stórmyndum. Með aukinni notkun Netflix og tilkomu nýrra streymisveitna á borð við Disney+ og HBO Max, er víða deilt um… Lesa meira
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í beinu streymi
Halldóra Geirharðsdóttir mun taka þátt í lokakvöldinu með kynnum verðlaunanna.
Stafrænni verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verður streymt og sjónvarpað beint frá Berlín dagana 8. – 12. desember. Gyða Valtýsdóttir og Kjartan Sveinsson munu meðal annars flytja tónlistaratriði streymt frá Hörpu, leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir mun taka þátt í lokakvöldinu með kynnum verðlaunanna, auk þess sem þeir Gunnar Örn Tynes og Viktor Orri… Lesa meira
Vinsælast á Netflix: Ari, drottningar og jólamyndir
Íslendingar styðja sinn mann - og nokkrar ólíkar týpur af drottningum.
Notkun Íslendinga á streymisþjónustu Netflix bregður ekki frekar en fyrri daginn, enda nóg af framboði efnis sem hentar einum og hverjum. Það kemur lítið á óvart að landsmenn hafa mikið verið að streyma jólamyndum að undanförnu, gömlum sem nýjum, og komst okkar Ari Eldjárn að sjálfsögðu á toppinn eftir helgina nýliðnu. Þeim… Lesa meira
Gagnrýnendur ánægðir með nýju Wonder Woman
Myndin verður frumsýnd á íslandi 16. des, viku á undan Bandaríkjunum.
Hasar- og ævintýramyndin Wonder Woman 1984 er loksins handan við hornið, DC unnendum til mikillar ánægju, eftir rúmlega sex mánaða seinkun. Gagnrýnendur víða hafa fengið að sjá framhaldið og streymir inn afar jákvætt umtal í garð myndarinnar, af fyrstu viðbrögðum að dæma á Twitter. Hér má sjá nokkur brot úr… Lesa meira
Jóhannes með hlutverk í „spin-off“ af Vikings
Afleggjari (e. spin-off) af Vikings í aðsigi.
Jóhannes Haukur Jóhannesson og Álfrún Laufeyjardóttir eru á meðal leikenda í spennuþáttunum Vikings: Valhalla. Tökur hófust á Írlandi fyrr í vetur og er um að ræða afleggjara (e. spin-off) af hinni margverðlaunuðu þáttaröð Vikings. Í þáttaröðinni stórvinsælu er fjallað um víkinginn Ragnar Loðbrók, félaga hans og fjölskyldu. Þættirnir koma úr… Lesa meira

