Fréttir

10 eftirminnilegir drullusokkar úr kvikmyndum


Persónur sem hægt er að hata og elska samtímis.

Til er skítmikið af drullusokkum af ýmsum tegundum á hvíta tjaldinu. Þá er undirritaður ekki að tala um illmenni eins og Darth Vader eða Sauron, heldur þessa erkimannfjanda sem eru illkvitnir en svo andskoti eftirminnanlegir að maður annaðhvort elskar þá, hatar þá (eða hvor tveggja samtímis), elskar að hata þá… Lesa meira

Hver framleiðir svona rusl?


Málið er skoðað og strákarnir í Poppkúltúr varpa út sínum svörum.

Hvert er hlutverk framleiðandans í kvikmyndagerð? Af hverju eru þeir svona margir og hví skrifast það yfirleitt á þá þegar stórmyndir lenda í rugli og leikstjóraútgáfur bíómynda fæðast? Hverjar eru þekktustu sögurnar um hinn illa framleiðanda og hverjir eru með þekktustu föntum í seinni tíð kvikmyndasögunnar? Sigurjón og Tómas skoða… Lesa meira

Kim Ki-Duk látinn vegna Covid-19


Kim Ki-Duk var einn frægasti leikstjóri Suður-Kóreu.

Suður-Kóreski kvikmyndagerðarmaðurinn Kim Ki-Duk er látinn, 59 ára að aldri. Hann lést á sjúkrahúsi í Lettlandi vegna COVID-19 og hafði hann verið að glíma við alvarleg einkenni. Hann hafði verið í miðjum undirbúningi á kvikmynd þegar veikindin hófust. Kim Ki-Duk var einn frægasti leikstjóri Suður-Kóreu; afkastamikill og hafði margsinnis unnið… Lesa meira

Skoða eldfjöll á Íslandi fyrir Disney+


Will Smith var staddur hér á landi í sumar við tökur á nýrri þáttaröð frá Darren Aronofsky.

Eins og greint var frá í sumar var bandaríska stórstjarnan Will Smith í tökum á Íslandi fyrir sjónvarpsþátt. Nú hefur fengist staðfest að verkefnið hafi verið á vegum kvikmyndagerðarmannsins Darren Aronofsky, sem framleiðir ásamt National Geographic fyrir streymisveituna Disney+. Þáttaröðin ber heitið Welcome to Earth og mun Smith sjást þar… Lesa meira

Disney með risatilkynningar um Star Wars-heiminn


Það er ansi margt sem hægt er að hlakka til að sjá í Stjörnustríðsheimi Disney+.

Disney hefur síðustu tvo daga haldið kynningu þar sem fjárfestum er sagt frá framtíðarplönum varðandi fyrirtækið. Það er ansi margt sem hægt er að hlakka til að sjá í Stjörnustríðsheimi Disney+. Í kjölfar vinsælda sjónvarpsþáttaraðarinnar The Mandalorian á Disney+, hefur verið ákveðið að setja allt á fullt og enn fleiri… Lesa meira

„Vanþroska maður hleypur langt“ – Glataðar lýsingar á gæðamyndum


„Debbie heimsækir borgina Dallas og hittir mann og annan“

Það má alltaf finna ýmsar leiðir til að lýsa góðum kvikmyndum með afleitum hætti. Netverjar á samfélagsmiðlum hafa lengi vel tekið þátt undir myllumerkinu #MoviePlotsExplainedBadly og leikið sér að því að súmma athyglisverða sögu upp í einni setningu þannig að vel gerð kvikmynd virkar eins og abstrakt frat eða eitthvað… Lesa meira

Eddie Izzard ánægður með uppistand Ara


Einn vinsælasti grínisti Bretlands segir Íslendinga hafa frábæran húmor.

Breski leikarinn og uppistandarinn Eddie Izzard segir Íslendinga vera með góðan húmor og fullyrðir að uppistand Ara Eldjárns á Netflix, Pardon my Icelandic, sé sönnun fyrir því. Lof þetta birti Izzard á Twitter-síðu sinni þegar hann deildi tísti Ara um sýninguna vinsælu. Grínarinn, líkt og margir vita, er mikill Íslandsvinur og af mörgum talinn fyndnasti maður Bretlands. „Ég hef oft haldið… Lesa meira

Zorro í nútíma útfærslu


Glæný túlkun á hetjunni í bígerð frá Rodriguez-systkinum.

Kvikmyndagerðarmaðurinn Robert Rodriguez mun framleiða endurræsingu um hina fornfrægu hetju alþýðunnar, Zorro. Verkefnið vinnur hann í samstarfi við Rebeccu Rodriguez, sem kemur til með að leikstýra, og hina góðkunnu Sofiu Vergara. Saman vinna systkinin Rodriguez að handritinu og er talið líklegt að um sjónvarpsseríu sé að ræða, þó það hafi… Lesa meira

Eurovision herferðin sem aldrei varð – „Frekar súrrealískt að horfa á hana“


Daði Freyr tjáir sig um Ja Ja Ding Dong við Entertainment Weekly.

Til stóð að tjalda öllu til fyrir markaðsherferð kvikmyndarinnar Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Sem dæmi var áætlað að dúettinn Fire Saga myndi koma fram á Eurovision-keppninni í Rotterdam þetta árið áður en henni var aflýst.Þetta kemur fram í ítarlegri grein fréttamiðilsins… Lesa meira

Mætir fjölda persóna úr fyrri seríum


„Spider-Man 3“ verður sífellt pakkaðri.

Köngulóarmaðurinn mun mæta góðkunnum karakterum í næstkomandi Spider-Man mynd, verða þetta karakter úr fyrri seríum.Þessi þriðja (enn ótitlaða) Spider-Man mynd verður sú síðasta í bili sem unnin er af Sony í samstarfi við Marvel Studios, en það er auðvitað Tom Holland sem gengur með grímuna. Myndin er þar af leiðandi… Lesa meira

Héraðið og Hvítur, hvítur dagur á lista yfir 50 bestu myndir ársins


Báðar kvikmyndir hafa vel fallið í kramið hjá gagnrýnendum um allan heim.

Kvikmyndagagnrýnendur breska miðilsins The Guardian hafa tekið saman lista yfir 50 bestu myndir ársins 2020 og eiga þar tveir íslenskir titlar góðan sess. Annars vegar er það Héraðið eftir Grím Hákonarson og Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason. Óhætt er að fullyrða að báðar kvikmyndir hafa vel fallið í kramið… Lesa meira

Í vinnu hjá verstu streymisþjónustunni


Christopher Nolan telur kvikmyndaverin nota faraldurinn sem afsökun

Christopher Nolan, hinn virti kvikmyndagerðarmaður, er ekki par sáttur með ákvörðun Warner Bros. um að gefa kvikmyndir félagsins út á streymisþjónustu HBO Max á sama tíma og þær eiga að lenda í bíóhúsum vestanhafs. Hann segir þetta skipulag hafi komið mörgu kvikmyndagerðarfólki í opna skjöldu og séu stór mistök þegar… Lesa meira

Segir bíóin ekki vera í útrýmingarhættu


Soderbergh er vongóður um framtíð kvikmyndahúsa.

Kvikmyndagerðarmaðurinn Steven Soderbergh er bjartsýnn á framtíð kvikmyndahúsa og telur ólíklegt að streymisveitur taki alfarið við dreifingu kvikmynda. Bíóiðnaðurinn hefur tekið miklum stakkaskiptum vegna Covid-19, lokunum kvikmyndahúsa og frestunum á stórmyndum. Með aukinni notkun Netflix og tilkomu nýrra streymisveitna á borð við Disney+ og HBO Max, er víða deilt um… Lesa meira

Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í beinu streymi


Halldóra Geirharðsdóttir mun taka þátt í lokakvöldinu með kynnum verðlaunanna.

Stafrænni verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verður streymt og sjónvarpað beint frá Berlín dagana 8. – 12. desember. Gyða Valtýsdóttir og Kjartan Sveinsson munu meðal annars flytja tónlistaratriði streymt frá Hörpu, leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir mun taka þátt í lokakvöldinu með kynnum verðlaunanna, auk þess sem þeir Gunnar Örn Tynes og Viktor Orri… Lesa meira

Vinsælast á Netflix: Ari, drottningar og jólamyndir


Íslendingar styðja sinn mann - og nokkrar ólíkar týpur af drottningum.

Notkun Íslendinga á streymisþjónustu Netflix bregður ekki frekar en fyrri daginn, enda nóg af framboði efnis sem hentar einum og hverjum.  Það kemur lítið á óvart að landsmenn hafa mikið verið að streyma jólamyndum að undanförnu, gömlum sem nýjum, og komst okkar Ari Eldjárn að sjálfsögðu á toppinn eftir helgina nýliðnu. Þeim… Lesa meira

Gagnrýnendur ánægðir með nýju Wonder Woman


Myndin verður frumsýnd á íslandi 16. des, viku á undan Bandaríkjunum.

Hasar- og ævintýramyndin Wonder Woman 1984 er loksins handan við hornið, DC unnendum til mikillar ánægju, eftir rúmlega sex mánaða seinkun. Gagnrýnendur víða hafa fengið að sjá framhaldið og streymir inn afar jákvætt umtal í garð myndarinnar, af fyrstu viðbrögðum að dæma á Twitter. Hér má sjá nokkur brot úr… Lesa meira

Jóhannes með hlutverk í „spin-off“ af Vikings


Afleggjari (e. spin-off) af Vikings í aðsigi.

Jóhannes Haukur Jóhannesson og Álfrún Laufeyjardóttir eru á meðal leikenda í spennuþáttunum Vikings: Valhalla. Tökur hófust á Írlandi fyrr í vetur og er um að ræða afleggjara (e. spin-off) af hinni margverðlaunuðu þáttaröð Vikings. Í þáttaröðinni stórvinsælu er fjallað um víkinginn Ragnar Loðbrók, félaga hans og fjölskyldu. Þættirnir koma úr… Lesa meira

Giskaðu á jólamyndirnar – Veglegir vinningar í boði!


Sjáðu hversu margar þú finnur. Þrír heppnir verða dregnir út 15. des.

*uppfært* Vilt þú vinna gjafakort í Kringluna, Blu-Ray diska, opna bíómiða, inneign í leikhús eða fleira skemmtilegt?Á myndinni hér að neðan eru tilvísanir í ýmsar og mismunandi jólamyndir.Sjáðu hversu margar þú finnur, settu komment hér að neðan og þú gætir átt von á glaðningi frá okkur. Einnig er hægt að… Lesa meira

Hvaða jólamyndir skara fram úr?


Drengirnir í Poppkúltúr granskoða þennan undarlega stóra undirflokk kvikmynda.

Þarf viðkomandi að vera „jólabarn“ til að kunna að meta góða jólamynd?Þá ekki síst þegar grein jólatengdra bíómynda er svona víður, tíður og gjarnan furðulegur [til dæmis ef marka má Hallmark-færibandið]. Þegar desember er hafinn er það venja ófárra að skella nýjum og sígildum myndum í gang, til að peppa… Lesa meira

HBO Max á Íslandi: Aðgengilegt seinni hluta næsta árs


Bara tæpt ár til stefnu!

Streymisveitan HBO Max verður aðgengileg á Íslandi árið 2021. Í fréttatilkynningu frá Andy Forssell, forstjóra HBO Max Global, kemur fram að streymið muni stækka við sig og verða fáanlegt á Evrópumarkaði og Suður-Ameríku upp úr síðari hluta næsta árs. Litla Ísland fær að fljóta með í þeim hópi. Streymið opnaði… Lesa meira

Mads um brottför Depps: „Þetta eru dapurlegar kringumstæður“


Depp hafði einungis lokið tökum á einni senu áður en hann steig frá.

Á dögunum bárust óvæntar fregnir um að danski leikarinn Mads Mikkelsen myndi taka við hlutverki Johnnys Depp í þriðju Fantastic Beasts-myndinni. Depp var gert að segja sig frá hlutverki galdraskúrksins Grindelwald eftir að meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun var vísað frá. Depp hafði krafist skaðabóta vegna fullyrðinga blaðsins… Lesa meira

Áhorfendur tjá sig um Netflix-uppistand Ara: „Pissaði næstum í mig“


Íslendingar og fleiri víða hafa tjáð sig. Þar á meðal The Guardian.

Ari Eldjárn varð á dögunum fyrsti Íslendingurinn til að vera með sitt eigið uppistand á Netflix. Grínarinn góði hefur ferðast með sýninguna út um allan heim á síðustu árum var uppistandið alls sýnt 50 sinnum fyrir fullu húsi á Fringe Festival í Edinborg, Soho Theatre í London og á Melbourne… Lesa meira

Kvikmynd Jóhanns verðlaunuð í Kanada


„Esseyjumynd“ Jóhanns heldur áfram að vekja athygli.

Kvikmyndin Last and First Men eftir Jóhann Jóhannsson hlaut á dögunum FIPRESCI verðlaunin á Festival du Nouveau Cinéma de Montréal í Kanada. Jóhann vann að myndinni áður en hann lést árið 2018 en þetta var fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem Jóhann leikstýrði. Sögumaður myndarinnar er leikkonan Tilda Swinton en í verkinu er sagt frá síðustu dögum hjá mannkyni framtíðarinnar. Hermt er að myndin… Lesa meira

Dune, Matrix 4 og fleiri Warner Bros. myndir á HBO Max


Beint í bíó. Beint á streymi.

Kvikmyndasamsteypan Warner Bros. Pictures Group tilkynnti í dag að allar komandi stórmyndir frá fyrirtækinu verði gefnar út á streymisveitunni HBO Max. Frá þessu var meðal annars greint á vef IndieWire. Skipulagið hjá Warner Bros. verður út næsta ár með svipuðu sniði og útgáfa Wonder Woman 1984. Sú mynd verður sýnd… Lesa meira

Mad Max leikarinn Hugh Keays-Byrne látinn


Immortan Joe er fallinn frá.

Ástralski leikarinn Hugh Keays-Byrne er látinn, 73 ára að aldri. Það var bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Ted Geoghegan sem tilkynnti andlátið og fór hann fögrum orðum um leikarann á Twitter-síðu sinni. https://twitter.com/tedgeoghegan/status/1334197878915538944 Keays-Byrne er þekktastur fyrir að leika tvö ólík illmenni í Mad Max-seríunni. Fyrst kom hann við sögu sem karakterinn Toecutter… Lesa meira

Nýr Van Helsing í bígerð


Leikstjóri spennumyndarinnar Overlord mun sitja við stjórnvölinn.

Kvikmyndaverið Universal Pictures hefur ekki enn gefist upp á því að blása nýju lífi í sígilda skrímslasafn sitt (sem samanstendur af Drakúla, múmíunni, sköpun Frankensteins o.fl.) og þeirra tilheyrandi fígúrur. Á meðal þeirra er skepnuveiðarinn alræmdi, Abraham Van Helsing, sem nú á að endurlífga með nýjum áherslum. Leikstjórinn Julius Avery… Lesa meira

Dinklage verður Toxic Avenger


Költklassíkin verður sett í nýjan búning.

Bandaríski leik­ar­inn Peter Dinklage, sem er þekkt­ast­ur fyr­ir að fara með hlut­verk Tyrion Lannister í þátt­un­um Game of Thrones, hefur verið ráðinn í endurgerð myndarinnar The Toxic Avenger. Frá þessu hefur víða verið greint í erlendu pressunni en staðfest er að Dinklage muni fara með titilhlutverkið góða. Eins og mörgum… Lesa meira

Hildur landar nýrri stórmynd


Ekki er leikaravalið nú amalegt.

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir mun semja tónlistina fyrir nýjustu kvikmynd leikstjórans David O’Russell. Ekki er enn komið heiti á myndina en áætlað er að tökur hefjist snemma árið 2021. Þau Christian Bale, Margot Robbie og John David Washington fara með helstu hlutverkin. Fyrr á þessu ári braut Hildur blað í sögu… Lesa meira

Var Marilyn langt á undan sinni samtíð?


Flestir vita hver hún var, en færri þekkja smáatriðin.

Flestir vita hver hún var, en færri þekkja smáatriðin. Marilyn Monroe var algjörlega engum lík og átti bæði ótrúlegan feril og harmi slegið líf. Í Poppkúltúr vikunnar er farið yfir ímynd, feril og merkilegu staðreyndirnar sem fylgdu einhverri athyglisverðustu og þekktustu manneskju í sögu poppmenningar. Þáttinn má heyra hér að… Lesa meira

Dagbækur Rickmans gefnar út


Einn ástsælasti leikari Breta þótti duglegur að halda utan um rit um líf sitt.

Til stendur að gefa út dagbækur breska leikarans Alan Rickman árið 2022. Fram kemur á vef The Guardian að leikarinn virti hafi í áraraðir haldið utan um minnisbækur í áratugaraðir, nánar til tekið frá lok níunda áratugarins. Talið er að síðasta dagbókarfærsla Rickmans hafi verið skrifuð skömmu áður en hann… Lesa meira