Hver framleiðir svona rusl?

Hvert er hlutverk framleiðandans í kvikmyndagerð? Af hverju eru þeir svona margir og hví skrifast það yfirleitt á þá þegar stórmyndir lenda í rugli og leikstjóraútgáfur bíómynda fæðast?

Hverjar eru þekktustu sögurnar um hinn illa framleiðanda og hverjir eru með þekktustu föntum í seinni tíð kvikmyndasögunnar?

Sigurjón og Tómas skoða þessa vikuna sögur alræmdustu tilfella þegar umdeildir framleiðendur kvikmyndavera komu sér rakleiðis í sögubækurnar – af kolröngum ástæðum.