Fréttir

Apatow og auglýsingar í kvikmyndum


Upprisa typpakarlsins sem gjörbreytti Hollywood - þó hann hafi langað að gera allt aðra hluti.

Hvernig tókst Judd Apatow að gjörbreyta landslagi vestrænna gamanmynda - en án þess að ná sínu lykilmarkmiði? (eða hvað?) Hversu vanmetið er Freaks & Geeks? Hvað gerist þegar maður fer að grandskoða það hvernig auglýsingum er stillt upp í kvikmyndum og þáttum? Ber man fram titilinn á F9 sem “Fnine”… Lesa meira

Jungle Cruise á Disney+


Til stóð upphaflega að frumsýna myndina um sumarið 2020.

Ævintýramyndin Jungle Cruise verður aðgengileg á streymi Disney+ samhliða bíóútgáfu hennar. Til stóð upphaflega að frumsýna myndina um sumarið 2020 áður en hún var færð til júlímánaðar 2021. Verður hún þá gefin út á streymið 30. júlí en þá gegn aukagjaldi en myndin lendir í kvikmyndahúsum hérlendis þann dag. Jungle… Lesa meira

Blóðhefnd undir smásjánni


Hlaðvarpsþátturinn Poppkúltúr tekur upp hanskann fyrir alvöru íslenska költ-mynd.

„Þegar þetta er afstaðið, þá skulum við fara til Bangkok og þá slettum við almennilega úr klaufunum.“Svo segir í íslensku hasarveislunni Blóðhefnd frá 2012, tilvonandi költ-myndar klakans sem á sínum tíma tók undir 50 manns þegar hún var sýnd í kvikmyndahúsum. Myndin verður í brennidepli á komandi vikum hjá stjórnendum… Lesa meira

Önnur Kryddpíumynd sögð vera í pípunum


Ætli Spice Universe verði málið?

Stúlknasveitin Spice Girls eða Kryddpíurnar eru með nýja kvikmynd á teikniborðinu, eða svo herma heimildir slúðurmiðilsins The Sun. Segir þar að fjórir meðlimir bandsins - þær Geri Horner, Melanie C, Mel Burton og Emma Bunton - hafi nálgast handritshöfund. Áætlanir þessar eru enn á forvinnslustigi en stefnt er að því… Lesa meira

Þessar framhaldsmyndir eru betri en þær fyrri


Nú skoðum við aðeins myndir númer tvö.

Kvikmyndalistformið hefur nú verið til í á annað hundrað ár og enn virðist fólk vera þeirrar skoðunar að framúrskarandi framhaldsmyndir séu fágætar. Góð framhaldsmynd er oftast nær verk sem byggir ofan á það sem stillt var upp í forveranum, tálgar út nýjar hugmyndir og fer helst í eigin áttir án… Lesa meira

Svona eru Batman Begins og Iron Man keimlíkar


Hmmm...

Þegar fyrsta Iron Man myndin kom í bíó á sínum tíma, sumarið 2008 nánar til tekið, logauðu bæði nörda- og gagnrýnendaheimurinn. Skiljanlega svosem … Iron Man var fyrsta myndin frá (á þeim tíma…) glænýja Marvel-stúdíóinu og kom ferli leikarans Robert Downey Jr. á flug sem aldrei fyrr. Myndin er með 94% á Rotten Tomatoes,… Lesa meira

Olympia Dukakis látin


Óskarsverðlaunaleikkonan var 89 ára að aldri.

Bandaríska leikkonan Olympia Dukakis er látin. Hún lést í gærmorgun í New York og var 89 ára að aldri. Dukakis hafði marga fjöruna sopið á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi og hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir kvikmyndina Moonstruck. Þá er hún einnig þekkt fyrir hlutverk sín í… Lesa meira

Drekar og dýflissur á Íslandi í nýrri mynd


Því miður er Jeremy Irons ekki á meðal leikenda í þessari.

Tökur hófust nýverið á ævintýramyndinni Dungeons & Dragons og spilar Ísland rullu í framleiðslunni. Um er að ræða glænýja endurræsingu en myndin, líkt og nafnið gefur til kynna, er byggð á samnefndum leik sem varð til árið 1974 og hefur notið gífurlegra vinsælda síðan. Um 70 manna tökulið var statt… Lesa meira

Góðir gestir í Bíóblaðri


„Mér hefur alltaf þótt skemmtilegt að spjalla við alls konar fólk um bíómyndir“

„Bíóblaður er fyrst og fremst hugsað sem skemmtiefni. Þetta eru spjallþættir í léttari kantinum sem taka sig ekki of alvarlega,“ segir kvikmyndaáhugamaðurinn Hafsteinn Sæmundsson, en hann er umsjónarmaður hlaðvarpsins umrædda. Þátturinn hóf göngu sína síðastliðinn júlí og hefur farið hratt vaxandi í vinsældum. Á meðal margra gesta þáttarins má nefna… Lesa meira

Harmsagan af Fraser


Hvað kom eiginlega fyrir Brendan Fraser?

Hvað kom eiginlega fyrir Brendan Fraser?Þennan skemmtilega, flippaða, oft fjölhæfa og umfram allt áhugasama leikara sem var oftast til í allt – jafnvel helstu áhættuatriði sín.  Nú, hellingur. Fraser hefur glatt mörg hjörtu í gegnum árin með bæði aulaglotti sínu og sjarma. Hann skaust fram á sjónarsviðið með látum á… Lesa meira

Íslendingar tjá sig um Óskarinn: „Þetta er búið að breytast í Edduna“


„...extra leiðinleg útsending?“

Eins og mörgum er kunnugt fóru Óskarsverðlaunin fram í nótt á Íslenskum tíma og voru netverjar duglegir að sjá sig. Tímamismunurinn er ekki alveg Íslendingnum í hag þegar kemur að þessari umtöluðu hátíð og er það því mikið þrek fyrir marga að halda vökuna til fjórða tímans á mánudagsmorgni.Á samskiptamiðlinum… Lesa meira

Þetta eru sigurvegararnir á Óskarnum 2021


Umræðuvert kvöld að baki.

Öruggt er að fullyrða að Óskarinn sé langstærsti viðburður tileinkaður kvikmyndum í Bandaríkjunum og er þetta í 93. skipti sem hátíðin fer fram. Niðurstaðan var alþjóðleg og fjölbreytt að sinni en eins og margir hverjir spáðu fyrir var það Nomadland sem hlaut aðalverðlaunin, þó íslenska lukkan hafi ekki alveg farið… Lesa meira

Hin mikla umræða um Nolantino


Tveir af þekktustu og virtustu sérvitringum kvikmyndabransans í dag eiga meira sameiginlegt en margir halda.

„Annar kom til Íslands fyrir fegurðina, hinn fyrir partýin.“Tveir af þekktustu og virtustu sérvitringum kvikmyndabransans í dag eiga meira sameiginlegt en margir halda. Drengirnir í hlaðvarpinu Poppkúltúr þáðu hörkuskemmtilega áskorun frá hlustanda og renna yfir þá kvikmyndagerðarmenn sem virðast hafa gert allt vitlaust í heimi kvikmyndanna - og eflaust verið… Lesa meira

Óskarinn ekki sýndur á RÚV þetta árið


Íslenskir nátthrafnar munu þurfa að leita til annarra leiða í ár.

Óskarsverðlaunin verða ekki sýnd á dagskrá RÚV þetta árið. Þurfa þá margir áhorfendur/nátthrafnar hér á landi þurfa að leita sér annarra leiða til að fylgjast með herlegheitunum. Athöfnin fer fram í beinni útsendingu 25. apríl, eða aðfaranótt mánudags nánar til tekið. *UPPFÆRT* Á vef RÚV segir: „Samningar hafa náðst um… Lesa meira

„Epísk og alls ekki fyrir börn“


Aðdáendur tölvuleiksins gætu átt von á góðu.

Skjáskot / Instagram Stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson fer jákvæðum orðum um hasarmyndina Mortal Kombat, þ.e. endurræsinguna sem væntanleg er í kvikmyndahús á næstu dögum. Ólafur var staddur á frumsýningu myndarinnar í Ástralíu á dögunum og birti færslu á Instagram-síðu sinni. Hann hrósar þar leikkonunni Jessica McNamee, sem fer með hlutverk… Lesa meira

Helen McCr­ory látin


Leikkonan fjölhæfa var 52 ára að aldri.

Breska leik­kon­an Helen McCr­ory er lát­in 52 ára að aldri. McCr­ory átti afkastamikinn feril og var sérlega áberandi í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Hún var hvað þekkt­ust fyr­ir að fara með hlut­verk í þátt­un­um Pea­ky Blind­ers og hlut­verk Narcissu Mal­foy í Harry Potter-myndabálknum.McCrory lést úr krabbameini og var það leikarinn Damian… Lesa meira

10 ár á leiðinni – Leynilögga tekur á sig mynd


Fyrsta sýnishornið er lent fyrir stórmyndina Cop Secret.

Fyrsta sýnishornið er lent fyrir íslensku kvikmyndina Leynilögga (e. Cop Secret á ensku) og er hún byggð á samnefndri grínstiklu frá árinu 2011. Þar fóru ýmsir þjóðþekktir einstaklingar með gestahlutverk og má fastlega gera ráð fyrir að umrædd kvikmynd haldi sama stíl.Það er Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður og auglýsingaleikstjóri, sem… Lesa meira

Mikkelsen í næstu Indiana Jones


Nóg að gera hjá Mikkelsen, að venju.

Danska stórstjarnan Mads Mikkelsen mun fara með eitt af aðalhlutverkum fimmtu kvikmyndarinnar um fornleifafræðinginn og ævintýramanninn Indiana Jones, en frá þessu er greint í Deadline. Mikkelsen hefur verið á vörum margra á undanförnum mánuðum og hefur hann haft sérdeilis mörg járn í eldinum. Nýverið tók hann við hlutverki galdrakarlsins Gellerts… Lesa meira

Páskamyndir og Space Jam


Er Space Jam kannski einhver póstmódernískur Guðfaðir ‘product placement’ bíómynda?

Páskarnir marka huggulegan en í senn skrýtinn tíma. Skilaboðin eru úti um allar trissur þegar kristnar hefðir sameinast við súkkulaði, dúllulegar hænur, kanínur, föndur, leitir og málshætti.Í þessum bónusþætti fara Poppkúltúrsmenn yfir framboð páskamynda; hvað það þýðir jafnvel að vera páskabíómynd og hvernig kröfur er best að gera til slíkra.… Lesa meira

Hvar er íslenska sci-fi myndin?


Komið er inn á þá hugmynd um hvort villinunnan gangi upp í fullri lengd.

Strákarnir í hlaðvarpsþættinum Poppkúltúr skoða hvað einkennir góða upplifun á hryllingsmynd og hver algengustu mynstur fólks eru sem elskar bregðumyndir. Jafnframt segir Sigurjón frá því þegar ein hrollvekja sat í honum vikum saman og hélt fyrir honum vöku. Hvenær og hvernig er best að njóta verka sem eiga að hræða… Lesa meira

Nýja-gamla Justice League í brennidepli


Fengu aðdáendur það sem þeir vildu? Þýðir meira endilega betra?

Hlaðvarpsþátturinn Poppkúltúr hefur áður lagt mikið upp úr því að grandskoða framtíð/gengi streymisrisa, stúdíókvikmynda og ekki síst myrku hliðar bransans í vestræna afþreyingarheiminum. Má þar til dæmis nefna erfiða framleiðendur, vafasamar framkomur fólks á setti, fordæmalausar pressur og jafnframt tékklista sem eru til þess eins ætlaðir að selja fleiri merkjavörur.… Lesa meira

Brot með flestar Eddutilnefningar


Hér má sjá heildarlista tilnefninga í ár.

Sjónvarpsþáttaröðin Brot fær fimmtán tilnefningar til íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlauna Eddunnar og flestar allra. Kvikmyndin Gullregn fær tólf tilnefningar og Ráðherrann sjö talsins. Stöð 2 fær alls fimmtán tilnefningar til Eddunnar. Ísalög fær síðan sjö tilnefningar.Innsend verk í ár eru mörg líkt og raunin hefur verið undanfarin ár, en þegar… Lesa meira

Í kapphlaupi við tímann með dauðann á sveimi


„Á svona stundum þurfti ég að vega og meta í hvaða hlutverki ég væri, hlutverki kvikmyndagerðarmannsins eða barnabarnsins“

„Heimildamyndagerð gengur auðvitað að verulegu leyti út á að vera alltaf tilbúinn til að bregðast við hinu óvænta. Maður leggur af stað með einhverja óljósa hugmynd í kollinum sem vex, þroskast og dafnar eftir því sem á líður. Hún tekur jafnvel algjörum umskiptum í miðju ferli.“ Svo mælir Jón Bjarki… Lesa meira

Óskarinn 2021: Mank með flestar tilnefningar


Hér má sjá heildarlista tilnefninga.

Tilnefningar til Óskarsverðlauna fyrir árið 2020 voru afhjúpaðar í dag og hlaut kvikmyndin Mank flestar tilnefningar, en alls tíu stykki. Einnig hrepptu The Father, Judas and the Black Messiah, Minari, Nomadland, Sound of Metal og The Trial of the Chicago 7 alls sex tilnefningar. Verðlaunaafhendingin verður síðan haldin í beinni… Lesa meira

Húsavík á Óskarnum


Lengi lifi Speorg-nótan!

Lagið Húsa­vík úr kvik­mynd­inni Eurovisi­on Song Contest: The Story of Fire Saga hlaut rétt í þessu Óskarstilnefningu í flokki besta frumsamda lags, en verðlaunahátíðin fer svo fram 25. apríl næstkomandi.Líkt og tit­ill­inn gef­ur til kynna fjallar lagið um bæ­inn Húsa­vík en gamanmynd­in ger­ist á Húsa­vík og var hluti henn­ar tek­inn… Lesa meira

Gísli Darri tilnefndur til Óskarsverðlauna


Íslendingar eru komnir til að vera á Óskarnum!

Stuttmyndin Já fólkið eftir Gísla Darra Halldórsson hlaut rétt í þessu tilnefningu til Óskarsverðlauna. Verðlaunahátíðin fer svo fram 25. apríl næstkomandi, en þess má einnig geta að lagið Húsavík úr Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga hlaut tilnefningu í flokki besta frumsamda lags úr kvikmynd. Já fólkið hefur… Lesa meira

„Hef ekki tapað hæfileikanum til að gleyma mér yfir mynd“


„Ég var logandi hrædd við að tígrisdýr kæmi út úr myndinni og réðist á mig“

Fjölmiðlakonan og bíósérfræðingurinn Sigríður Pétursdóttir hefur farið yfir víðan völl. Hún hefur lengi starfað sem dagskrárgerðarmaður og hefur að mestu unnið fyrir RÚV, í útvarpi og sjónvarpi, meðal annars fyrir þættina Djöflaeyjuna og Menninguna. Fókusinn er stilltur núna á Sigríði og fær kvikmyndafræðingurinn orðið. Ef líf þitt væri söguþráður í… Lesa meira

Fegurðin felst ekki í endingunni


Hlátur, grátur og ágæti amerískrar froðu í WandaVision.

(ath. Í þessari umfjöllun eru vægir spillar um WandaVision seríuna í heild sinni) Það var mikið! Það tók nú ekki nema þrjár bíómyndir og svo loks heila sjónvarpsseríu til að Wanda Maximoff fengi þann velkomna grunnfókus sem hún átti skilið; þennan lágmarkstíma til að þróast eða njóta sín sem persóna,… Lesa meira

Heillaðist ungur af Halastjörnu í Múmínlandi


„Mundu að þú ert að gera þetta fyrir sjálfan þig“

Leikarinn og grínistinn Vilhelm Þór Neto hefur haft nóg við að vera upp á síðkastið og verið á margra vörum. Eftir að hafa stolið senunni í síðasta Áramótaskaupi leið ekki á löngu þar til hann hélt áfram að gleðja landsmenn, bæði í þættinum Já OK hjá Útvarpi 101 og síðan… Lesa meira

Stóru, loðnu feilspor Hobbitans


Hvernig urðu fáeinar blaðsíður í bókinni að tveggja tíma orrustuorgíu?

Hringadróttinssaga í umsjón nýsjálenska undrabarnsins Peters Jackson kom, sá og sigraði heiminn og ruddi brautina á ýmsum sviðum; í brellum, brögðum og öðrum kraftaverkum í kvikmyndagerð. Þessi virðulegi og stórvinsæli þríleikur vakti veröld og sígild verk Tolkiens til lífsins á skjánum sem aldrei fyrr og komst seigla Jacksons og teymisins… Lesa meira