Þóra Hilmarsdóttir leikstýrir um þessar mundir breskum sjónvarpsþáttum fyrir Sky Studios.
„Mig langar ekkert endilega að vera flokkuð sem kvenleikstjóri þó að mér finnist það ágætur kostur. Mig langar bara að vera góður leikstjóri sem fjallar um áhugaverðar sögur og karaktera,“ segir leikstjórinn Þóra Hilmarsdóttir en hún leikstýrir um þessar mundir bresku þáttunum The Rising. Þættirnir eru framleiddir af Sky Studios… Lesa meira
Fréttir
Covid-smit á tökustað Mission: Impossible
Þessi framhaldsmynd virðist ekki fá breik.
Tökum á sjöundu kvikmyndinni í Mission: Impossible myndabálknum hefur verið frestað á ný eftir að greindist kórónaveirusmit á meðal tökuliðs. Framleiðendur staðfestu þetta í fréttatilkynningu. Þar er fullyrt að gert hafi verið 14 daga hlé á tökum.Þetta er ekki fyrsta töfin á tökum myndarinnar en skömmu eftir að þær hófust… Lesa meira
Eldhús bar sigur úr býtum – Spagettí fær sérstök verðlaun: „Ógleymanleg upplifun“
Sigurvegarar Sprettfisksins hafa verið kynntir.
Lokakvöld Stockfish kvikmyndahátíðarinnar var haldið í Bíó Paradís í gær og sigurvegari stuttmyndasamkeppni Sprettfisksins kynntur. Sigur úr býtum bar teiknimyndin Eldhús eftir máli (e. Kitchen By Measure) eftir Atla Arnarsson og Sólrún Ylfu Ingimarsdóttur. Þá hlaut spennumyndin Spagettí eftir Egil Gauta Sigurjónsson og Nikulás Tuma Hlynsson einnig sérstaka viðurkenningu og… Lesa meira
Hrakföll Tortímandans og listin að skopstæla
Svona getur allt farið í bál með brönd.
Það lítur út fyrir að ýmislegt sé enn óuppgert varðandi samantektina á einhverri vandræðalegustu framsetningu á þróun myndabálks í Hollywoodsögunni fyrr eða síðar. Til eru allmörg dæmi um klúðurslegar framkvæmdir á svonefndum franchise-seríum, en Terminator er í þeim merkilega sérflokki að gerðar voru þrjár ólíkar tilraunir til þess að mastera… Lesa meira
Saga Júragarðsins skoðuð í þaula
Framleiðsla stórmyndarinnar gerðist aldeilis ekki að sjálfu sér.
Kvikmyndahlaðvarpið Vídeóleigan hóf göngu sína í fyrrasumar en í þáttunum ræða æskuvinirnir Atli Steinn Bjarnason og Atli Þór Einarsson sígilda eða splunkunýja kvikmynd og skoða hana frá öllum mögulegum vinklum. Þættirnir hafa farið ört vaxandi að vinsældum og þiggja félagarnir uppástungur frá hlustendum annað slagið. Nýverið gáfu Atlarnir út veglegan og veigamikinn… Lesa meira
The Lord of the Matrix: Þegar þrennt umdeilt er
Létt bíótal um stóru mál stórmyndanna.
Tvær trílógíur. Tveir gerólíkir heimar. Gerólík áhrif á poppkúltúrinn í kringum gerð kvikmyndanna sem eiga sér ófáa aðdáendur víða um heiminn. Sumir eru Gandalf-megin í lífinu, aðrir hallast nær Neo. En mætti færa rök fyrir að Hringadróttins- og Fylkissaga eldist vel? Í hvaða pattstöðu er hin komandi fjórða Matrix kvikmynd… Lesa meira
Lífið hermir eftir listinni á Skriðuklaustri
Rætt er um hvort ráðskonan Skotta sé ímyndun eður ei.
Hlaðvarpsþátturinn Atli & Elías hefur nú fundið sér annað (auka)heimili á Kvikmyndir.is og verður sarpur þeirra félaga aðgengilegur hér á vefnum von bráðar sem og fleiri veitum. Umrædd sería er nú komin á fjórða tug í þáttafjölda og við hljóðnemann sitja þeir Atli Óskar Fjalarsson og Elías Helgi Kofoed Hansen,… Lesa meira
Eingöngu íslenskt á nýrri streymisveitu
Stór hluti íslenskra kvikmynda í gegnum tíðina eru lítt eða ekki aðgengilegar í samtímanum.
Undirbúningsvinna er hafin að stofnun streymisveitu með íslensku myndefni. Umrætt streymi verður á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasafns Íslands og mun starfsfólk þess sinna þessari vinnu, en einnig hefur Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður verið ráðinn tímabundið til verkefnisins. Þetta var tilkynnt á vef Kvikmyndamiðstöðvar og þar er vísað í Kvikmyndastefnu til… Lesa meira
Spacey ráðinn í nýja mynd: „Ég get ekki beðið eftir að hefja tökur“
Leikarinn hefur lítið verið í sviðsljósinu á síðastliðnum árum. Af góðum ástæðum...
Bandaríski leikarinn Kevin Spacey hefur verið ráðinn í ítölsku kvikmyndina L'uomo Che Disegno Dio (e. The Man Who Drew God) eftir hinn góðkunna Franco Nero. Þetta mun vera fyrsta hlutverk Spaceys í fjögur ár en hann hefur lítið verið í sviðsljósinu eftir að hafa verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölmörgum aðilum. Í kjölfar þessara ásakana var Spacey t.a.m. klipptur út úr All the Money in the World frá Ridley Scott. Spacey lék þar olíufurstann J. Paul Getty en… Lesa meira
Sjáðu fyrstu kitluna úr Kötlu
Serían er væntanleg á streymisveitu Netflix 17. júní og verða þættirnir átta talsins.
Fyrsta kitlan er lent fyrir sjónvarpsþættina Kötlu úr smiðju leikstjórans Baltasars Kormáks. Serían er væntanleg á streymisveitu Netflix 17. júní og verða þættirnir átta talsins. Einu ári eftir mikið gos í Kötlu ógnar eitthvað friði og ró í Vík. Þegar íbúar hefja rýmingu svæðisins vakna dularfull öfl, sem hafa verið… Lesa meira
Nýtt verk varð til í kjölfar frestunar: „Við misstum í rauninni af faraldrinum“
Í heimildarmyndinni Apausalypse er áhersla lögð á áhrif COVID, loftslagsbreytingar með hið mannlega að leiðarljósi.
Í heimildarmyndinni Apausalypse er áhersla lögð á áhrif COVID, loftslagsbreytingar með hið mannlega að leiðarljósi. Rætt er við kvikmyndagerðarfólkið á bakvið verkið. „Það voru takmarkanir heimsfaraldursins sem settu þessari framleiðslu ákveðin mörk, en gáfu skýrar reglur. Við gátum aðeins haft eina myndavél, ferðast um á þremur bílum og máttum ekki… Lesa meira
Leikaravalið í ‘Knives Out 2’ ekki af verri endanum
Nú hefur snillingurinn Kathryn Hahn bæst við hóp góðs fólks.
Enn fjölgar fínum leikurum sem búið er að ráða í framhaldsmynd Knives Out. Leikstjórinn og höfundurinn Rian Johnson snýr aftur með stjörnuprýdda sögu af háttprúða spæjaranum Benoit Blanc (Daniel Craig), sem stendur frammi fyrir fjölda fólks og nýrri ráðgátu. Johnson framleiðir myndina með streymisrisum Netflix og áætlað er að hefja… Lesa meira
20 alþjóðlegar verðlaunamyndir á Stockfish
Á hátíðinni fá gestir mikla innsýn í gerð myndanna og tækifæri til að eiga samtal við leikstjóra.
Kvikmyndahátíðin Stockfish verður að þessu sinni dagana 20. - 30. maí næstkomandi eftir tvær frestanir og verður þetta í sjöunda skiptið sem hátíðin er haldin. Þó hafa aldrei verið fleiri myndir á hátíðinni sem annað hvort voru í undanvali eða tilnefndar til Óskarsverðlauna en einmitt nú.Hátíðin leggur áherslu á að… Lesa meira
Apatow og auglýsingar í kvikmyndum
Upprisa typpakarlsins sem gjörbreytti Hollywood - þó hann hafi langað að gera allt aðra hluti.
Hvernig tókst Judd Apatow að gjörbreyta landslagi vestrænna gamanmynda - en án þess að ná sínu lykilmarkmiði? (eða hvað?) Hversu vanmetið er Freaks & Geeks? Hvað gerist þegar maður fer að grandskoða það hvernig auglýsingum er stillt upp í kvikmyndum og þáttum? Ber man fram titilinn á F9 sem “Fnine”… Lesa meira
Jungle Cruise á Disney+
Til stóð upphaflega að frumsýna myndina um sumarið 2020.
Ævintýramyndin Jungle Cruise verður aðgengileg á streymi Disney+ samhliða bíóútgáfu hennar. Til stóð upphaflega að frumsýna myndina um sumarið 2020 áður en hún var færð til júlímánaðar 2021. Verður hún þá gefin út á streymið 30. júlí en þá gegn aukagjaldi en myndin lendir í kvikmyndahúsum hérlendis þann dag. Jungle… Lesa meira
Blóðhefnd undir smásjánni
Hlaðvarpsþátturinn Poppkúltúr tekur upp hanskann fyrir alvöru íslenska költ-mynd.
„Þegar þetta er afstaðið, þá skulum við fara til Bangkok og þá slettum við almennilega úr klaufunum.“Svo segir í íslensku hasarveislunni Blóðhefnd frá 2012, tilvonandi költ-myndar klakans sem á sínum tíma tók undir 50 manns þegar hún var sýnd í kvikmyndahúsum. Myndin verður í brennidepli á komandi vikum hjá stjórnendum… Lesa meira
Önnur Kryddpíumynd sögð vera í pípunum
Ætli Spice Universe verði málið?
Stúlknasveitin Spice Girls eða Kryddpíurnar eru með nýja kvikmynd á teikniborðinu, eða svo herma heimildir slúðurmiðilsins The Sun. Segir þar að fjórir meðlimir bandsins - þær Geri Horner, Melanie C, Mel Burton og Emma Bunton - hafi nálgast handritshöfund. Áætlanir þessar eru enn á forvinnslustigi en stefnt er að því… Lesa meira
Þessar framhaldsmyndir eru betri en þær fyrri
Nú skoðum við aðeins myndir númer tvö.
Kvikmyndalistformið hefur nú verið til í á annað hundrað ár og enn virðist fólk vera þeirrar skoðunar að framúrskarandi framhaldsmyndir séu fágætar. Góð framhaldsmynd er oftast nær verk sem byggir ofan á það sem stillt var upp í forveranum, tálgar út nýjar hugmyndir og fer helst í eigin áttir án… Lesa meira
Svona eru Batman Begins og Iron Man keimlíkar
Hmmm...
Þegar fyrsta Iron Man myndin kom í bíó á sínum tíma, sumarið 2008 nánar til tekið, logauðu bæði nörda- og gagnrýnendaheimurinn. Skiljanlega svosem … Iron Man var fyrsta myndin frá (á þeim tíma…) glænýja Marvel-stúdíóinu og kom ferli leikarans Robert Downey Jr. á flug sem aldrei fyrr. Myndin er með 94% á Rotten Tomatoes,… Lesa meira
Olympia Dukakis látin
Óskarsverðlaunaleikkonan var 89 ára að aldri.
Bandaríska leikkonan Olympia Dukakis er látin. Hún lést í gærmorgun í New York og var 89 ára að aldri. Dukakis hafði marga fjöruna sopið á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi og hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir kvikmyndina Moonstruck. Þá er hún einnig þekkt fyrir hlutverk sín í… Lesa meira
Drekar og dýflissur á Íslandi í nýrri mynd
Því miður er Jeremy Irons ekki á meðal leikenda í þessari.
Tökur hófust nýverið á ævintýramyndinni Dungeons & Dragons og spilar Ísland rullu í framleiðslunni. Um er að ræða glænýja endurræsingu en myndin, líkt og nafnið gefur til kynna, er byggð á samnefndum leik sem varð til árið 1974 og hefur notið gífurlegra vinsælda síðan. Um 70 manna tökulið var statt… Lesa meira
Góðir gestir í Bíóblaðri
„Mér hefur alltaf þótt skemmtilegt að spjalla við alls konar fólk um bíómyndir“
„Bíóblaður er fyrst og fremst hugsað sem skemmtiefni. Þetta eru spjallþættir í léttari kantinum sem taka sig ekki of alvarlega,“ segir kvikmyndaáhugamaðurinn Hafsteinn Sæmundsson, en hann er umsjónarmaður hlaðvarpsins umrædda. Þátturinn hóf göngu sína síðastliðinn júlí og hefur farið hratt vaxandi í vinsældum. Á meðal margra gesta þáttarins má nefna… Lesa meira
Harmsagan af Fraser
Hvað kom eiginlega fyrir Brendan Fraser?
Hvað kom eiginlega fyrir Brendan Fraser?Þennan skemmtilega, flippaða, oft fjölhæfa og umfram allt áhugasama leikara sem var oftast til í allt – jafnvel helstu áhættuatriði sín. Nú, hellingur. Fraser hefur glatt mörg hjörtu í gegnum árin með bæði aulaglotti sínu og sjarma. Hann skaust fram á sjónarsviðið með látum á… Lesa meira
Íslendingar tjá sig um Óskarinn: „Þetta er búið að breytast í Edduna“
„...extra leiðinleg útsending?“
Eins og mörgum er kunnugt fóru Óskarsverðlaunin fram í nótt á Íslenskum tíma og voru netverjar duglegir að sjá sig. Tímamismunurinn er ekki alveg Íslendingnum í hag þegar kemur að þessari umtöluðu hátíð og er það því mikið þrek fyrir marga að halda vökuna til fjórða tímans á mánudagsmorgni.Á samskiptamiðlinum… Lesa meira
Þetta eru sigurvegararnir á Óskarnum 2021
Umræðuvert kvöld að baki.
Öruggt er að fullyrða að Óskarinn sé langstærsti viðburður tileinkaður kvikmyndum í Bandaríkjunum og er þetta í 93. skipti sem hátíðin fer fram. Niðurstaðan var alþjóðleg og fjölbreytt að sinni en eins og margir hverjir spáðu fyrir var það Nomadland sem hlaut aðalverðlaunin, þó íslenska lukkan hafi ekki alveg farið… Lesa meira
Hin mikla umræða um Nolantino
Tveir af þekktustu og virtustu sérvitringum kvikmyndabransans í dag eiga meira sameiginlegt en margir halda.
„Annar kom til Íslands fyrir fegurðina, hinn fyrir partýin.“Tveir af þekktustu og virtustu sérvitringum kvikmyndabransans í dag eiga meira sameiginlegt en margir halda. Drengirnir í hlaðvarpinu Poppkúltúr þáðu hörkuskemmtilega áskorun frá hlustanda og renna yfir þá kvikmyndagerðarmenn sem virðast hafa gert allt vitlaust í heimi kvikmyndanna - og eflaust verið… Lesa meira
Óskarinn ekki sýndur á RÚV þetta árið
Íslenskir nátthrafnar munu þurfa að leita til annarra leiða í ár.
Óskarsverðlaunin verða ekki sýnd á dagskrá RÚV þetta árið. Þurfa þá margir áhorfendur/nátthrafnar hér á landi þurfa að leita sér annarra leiða til að fylgjast með herlegheitunum. Athöfnin fer fram í beinni útsendingu 25. apríl, eða aðfaranótt mánudags nánar til tekið. *UPPFÆRT* Á vef RÚV segir: „Samningar hafa náðst um… Lesa meira
„Epísk og alls ekki fyrir börn“
Aðdáendur tölvuleiksins gætu átt von á góðu.
Skjáskot / Instagram Stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson fer jákvæðum orðum um hasarmyndina Mortal Kombat, þ.e. endurræsinguna sem væntanleg er í kvikmyndahús á næstu dögum. Ólafur var staddur á frumsýningu myndarinnar í Ástralíu á dögunum og birti færslu á Instagram-síðu sinni. Hann hrósar þar leikkonunni Jessica McNamee, sem fer með hlutverk… Lesa meira
Helen McCrory látin
Leikkonan fjölhæfa var 52 ára að aldri.
Breska leikkonan Helen McCrory er látin 52 ára að aldri. McCrory átti afkastamikinn feril og var sérlega áberandi í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Hún var hvað þekktust fyrir að fara með hlutverk í þáttunum Peaky Blinders og hlutverk Narcissu Malfoy í Harry Potter-myndabálknum.McCrory lést úr krabbameini og var það leikarinn Damian… Lesa meira
10 ár á leiðinni – Leynilögga tekur á sig mynd
Fyrsta sýnishornið er lent fyrir stórmyndina Cop Secret.
Fyrsta sýnishornið er lent fyrir íslensku kvikmyndina Leynilögga (e. Cop Secret á ensku) og er hún byggð á samnefndri grínstiklu frá árinu 2011. Þar fóru ýmsir þjóðþekktir einstaklingar með gestahlutverk og má fastlega gera ráð fyrir að umrædd kvikmynd haldi sama stíl.Það er Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður og auglýsingaleikstjóri, sem… Lesa meira

