Íslendingar framarlega í kvikmyndagerð: „Við erum öll að tala sama tungu­málið“

„Mig lang­ar ekk­ert endi­lega að vera flokkuð sem kven­leik­stjóri þó að mér finn­ist það ágæt­ur kost­ur. Mig lang­ar bara að vera góður leik­stjóri sem fjall­ar um áhuga­verðar sög­ur og karakt­era,“ segir leik­stjór­inn Þóra Hilm­ars­dótt­ir en hún leik­stýr­ir um þess­ar mund­ir bresku þátt­un­um The Ris­ing. Þætt­irn­ir eru fram­leidd­ir af Sky Studi­os og eru tökur hafnar í Bretlandi.

Í viðtali við MBL ræðir Þóra upphafið, ferilinn að baki sem framundan, karllægan bransa og breytingar sem hafa þar orðið. Þóra segir einnig ekki svo ólíkt að vinna að þátta­gerð hér á Íslandi eða úti í Bretlandi. „Við erum öll að tala sama tungu­málið þegar kem­ur að vinn­unni. Hér úti er batte­ríið aðeins stærra, fleiri í hverri grein og með sitt sér­svið. En þetta er líka bara stærri fram­leiðsla,“ seg­ir hún.

Að framleiðslu The Rising lokinni er margt á döfinni hjá Þóru, til að mynda nokkur þáttaverkefni á frumstigi, bæði hér og erlendis. Jafnframt eru þær Snjólaug Lúðvíksdóttir með tilbúið hand­rit að Kon­um eft­ir Stein­ar Braga og bíða eft­ir hent­ug­um tíma til að koma þeirri framleiðslu í gang.

Þóra hefur farið yfir víðan völl og leikstýrt fjölda stuttmynda, tón­list­ar­mynd­banda og aug­lýs­inga. Á síðasta ári leik­stýrði hún aug­lýs­ingu síma­fyr­ir­tæk­is­ins Nova sem vakti mikla at­hygli, þar sem all­ir voru alls­ber­ir í henni. Þau unnu Lúður­inn fyr­ir aug­lýs­ing­una. Má þess geta að Þóra leik­stýrði tveim­ur þátt­um af Broti og ein­um þætti af Net­flix-þáttaröðinni Kötlu sem er vænt­an­leg 17. júní.

„Sjón­varpsþátta­gerðin er svo sterk núna að það er erfiðara að koma kvik­mynd­um í fram­leiðslu. Þar spil­ar heims­far­ald­ur­inn líka inn í því færri fara í bíó og færri stór­ar kvik­mynd­ir hafa verið fum­sýnd­ar síðustu miss­eri,“ seg­ir Þóra í viðtalinu og dásamar þar einnig íslenska kvikmyndagerð.

„Við Íslend­ing­ar erum komn­ir svo framar­lega í kvik­mynda­gerð. Ég tek stund­um eft­ir hlut­um hér úti sem mér finnst bet­ur staðið að á Íslandi.“