Harmsagan af Fraser

Hvað kom eiginlega fyrir Brendan Fraser?

Þennan skemmtilega, flippaða, oft fjölhæfa og umfram allt áhugasama leikara sem var oftast til í allt – jafnvel helstu áhættuatriði sín. 

Nú, hellingur.

Fraser hefur glatt mörg hjörtu í gegnum árin með bæði aulaglotti sínu og sjarma. Hann skaust fram á sjónarsviðið með látum á tíunda áratugnum en síðan fór hver ólukkan á fætur annarri að fylgja velgengninni. Skjávera hans fór svo dvínandi þegar persónuleg mál og aðgerðir vega síendurtekinna meiðsla fóru að taka þyngri toll á ímynd hans.

Eftirfarandi er allavega ljóst, sem hér er í brennidepli hjá Poppkúltúr: Útgeislun Brendans Fraser hefur lengi verið saknað – og maðurinn á skilið knús frá okkur öllum!

Nýjasta þátt hlaðvarpsins má finna hér að neðan gegnum Spotify hlekk, en serían er almennt aðgengileg á öllum helstu streymisveitum.