Fréttir

Hefur varla séð neina kvikmynd – nýtt hlaðvarp


Heimabíó er kvikmyndahlaðvarp með öðru sniði en annar umsjónarmanna hefur varla séð eina einustu kvikmynd.

Glænýtt kvikmyndahlaðvarp, "Heimabíó", hefur litið dagsins ljós. Margir gætu kannast við þáttastjórnendurna, þá Sigurjón Inga Hilmarsson sem verið hefur útvarpsmaður á KissFM, stjórnað hlaðvarpinu Poppkúltur og skrifað fyrir okkur hjá kvikmyndir.is og Tryggva Harald Georgsson eða TastyTreat úr Gametívi og útvarpsmann á KissFM.  Heimabíó er kvikmyndahlaðvarp með öðru sniði en Tryggvi hefur… Lesa meira

Æðisgengin reið á hvítu hrossi


Í The Northman förum við í ferðalag til ársins 895 en í Everything Everywhere All at Once er farið í þeysireið um fjölheima!

Tvær sérstaklega áhugaverðar og spennandi kvikmyndir bætast í bíóflóruna nú um helgina sem þýðir að úrvalið af kvikmyndum í bíó um Páskahelgina verður í einu orði sagt frábært! Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Björk er seiðkona án augna. Fyrst ber að nefna The Northman, víkinga -… Lesa meira

Töfrarnir skiluðu toppsæti


Líkt og fyrir töfra eru galdra- og töframennirnir í Fantastic Beasts: The Secrets of Dumbledore, komnir á topp íslenska bíóaðsóknarlistans.

Líkt og fyrir töfra eru galdra- og töframennirnir í Fantastic Beasts: The Secrets of Dumbledore, komnir á topp íslenska bíóaðsóknarlistans og skáka þar með ofurbroddgeltinum Sonic og félögum hans, sem sitja nú í öðru sæti listans. Rúmlega fjögur þúsund manns mættu í bíó að sjá þessa þriðju mynd í Fantastic… Lesa meira

Stormasamt samband galdramanna


Myndin sem margir hafa beðið spenntir eftir, Fantastic Beasts: The Secrets of Dumbledore, kemur í bíó á morgun.

Myndin sem margir hafa beðið spenntir eftir, Fantastic Beasts: The Secrets of Dumbledore, kemur í bíó á morgun, föstudaginn áttunda apríl. Aðdáendur Harry Potter myndanna ættu þar svo sannarlega að finna eitthvað við sitt hæfi! Innsýn í fortíðina Framleiðandi myndarinnar, Warner Bros, hefur gefið út tvær skemmtilegar kynningarstiklur fyrir myndina.… Lesa meira

Broddgöltur í banastuði


Broddgölturinn Sonic í kvikmyndinni Sonic the Hedgehog 2 brunaði beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi.

Broddgölturinn Sonic í kvikmyndinni Sonic the Hedgehog 2 brunaði beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi þegar tæplega 6.500 manns borguðu sig inn til að sjá myndina. Tekjur myndarinnar yfir þessa frumsýningarhelgi námu 8,5 milljónum króna sem var talsvert meira en Allra síðasta veiðiferðin fékk, eða 3,8 milljónir króna… Lesa meira

Sjón og hinar stjörnurnar á forsýningu The Northman í London í gær


Það var mikið um dýrðir í London í gær þegar Íslendingamyndin The Northman var frumsýnd.

Kvikmyndin The Northman var frumsýnd í London í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni. Á meðal gesta var rithöfundurinn Sjón sem skrifar handrit myndarinnar ásamt leikstjóranum, Robert Eggers. Leikstjórinn Robert Eggers, Sjón, Anya Taylor-Joy og Alexander Skarsgård á sviðinu á forsýningu The Northman í Odeon Luxe kvikmyndahúsinu á Leicester torgi í Lundúnum… Lesa meira

Gríðarlega sterk viðbrögð


Þrjár spennandi en ólíkar myndir voru frumsýndar í gær, föstudaginn 1. apríl.

Þrjár spennandi en nokkuð ólíkar myndir voru frumsýndar í bíóhúsum landsins gær, föstudaginn 1. apríl. Ein myndanna er íslensk sem er eins og alltaf sérstakt fagnaðarefni, Skjálfti eftir Tinnu Hrafnsdóttir. Ólíkindatólið Jared Leto er svo mættur í líki Dr. Michael Morbius, í svakalegum Sony Marvel ofurhetjutrylli. Og loks, en svo… Lesa meira

Ber vel í veiði aðra vikuna í röð


Íslenska gamanmyndin Allra síðasta veiðiferðin leggst greinilega vel í landann.

Íslenska gamanmyndin Allra síðasta veiðiferðin leggst greinilega firnavel í landann en hún er nú aðra vikuna í röð á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Skyldi myndin ná sömu vinsældum og fyrsta myndin, Síðasta veiðiferðin, sem var vinsælasta kvikmynd hér á landi árið 2020? Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu í það… Lesa meira

Krúsar um loftin blá


Opinber stikla fyrir nýju Tom Cruise myndina Top Gun: Maverick kom loksins út í gær.

Ný opinber stikla fyrir Tom Cruise myndina Top Gun: Maverick kom loksins út í gær, en ný Tom Cruise mynd er alltaf eitthvað sem vekur spennu og eftirvæntingu hjá fólki. Tökum á myndinni lauk árið 2019 en vegna faraldursins hefur dregist að frumsýna myndina. En nú nálgast frumsýningardagurinn óðfluga, sem… Lesa meira

Ambulance uppfyllti þarfir Bay


Á morgun verður nýjasta kvikmynd stórmyndaleikstjórans Michael Bay frumsýnd.

Á morgun verður nýjasta afurð stórmyndaleikstjórans Michael Bay frumsýnd, Ambulance með Jake Gyllenhaal og Abdul-Mateen II í hlutverki bræðra sem ræna sjúkrabíl. Bay, sem á að baki þekktar myndir eins og Transformers seríuna, The Rock, Armageddon og Pearl Harbour, þurfti að sætta sig við miklar truflanir á vinnu sinni vegna… Lesa meira

Hefja leik í Úkraínu


Sýndar verða yfir 20 alþjóðlegar verðlaunamyndir á Stockfish.

Stockfish kvikmyndahátíðin verður sett í Bíó Paradís í dag fimmtudag og stendur til 3. apríl. Opnunarmyndin er úkraínska kvikmyndin Klondike sem frumsýnd var fyrr á þessu ári og er þegar byrjuð að sópa til sín verðlaunum eins og segir í tilkynningu frá hátíðinni. Úr opnunarmyndinni Klondike. Sýndar verða yfir 20… Lesa meira

Vinsælir veiðimenn


Það verður að teljast góður árangur að ýta sjálfum Leðublökumanninum af toppi íslenska bíóaðsóknarlistans.

Það verður að teljast góður árangur að ná að ýta sjálfum Leðurblökumanninum af toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, en það er einmitt það sem íslensku gamanmyndinni Allra síðustu veiðiferðinni tókst um síðustu helgi. Nærri fjögur þúsund manns komu í bíó að sjá myndina, en til samanburðar komu rúmlega 3.300 manns að sjá… Lesa meira

Peð á skákborði hárkollunnar


Myndin fjallar um höfund rómantískra ástarsagna sem er á kynningarferðalagi fyrir eina bók sína.

Aðalleikarar The Lost City, þau Channing Tatum, Sandra Bullock og Daniel Radcliffe, bregða á leik í nýju myndbandi frá framleiðendum kvikmyndarinnar og deila með okkur nokkrum gullkornum og "staðreyndum". Fyrirsætan og rithöfundurinn í kröppum dansi. Myndin fjallar um höfund rómantískra ástarsagna sem er á kynningarferðalagi fyrir eina bók sína og… Lesa meira

Meira rugl og áfengi og alræmdir þrjótar


Það er aðeins eitt sem er öruggt um helgina - það verður hægt að hlægja frá sér allt vit.

Það er aðeins eitt sem er öruggt um helgina - það verður hægt að hlægja frá sér allt vit og skemmta sér konunglega í bíó. Ástæðurnar eru tvær. Framhald íslensku gamanmyndarinnar Síðasta veiðiferðin, Allra síðasta veiðiferðin, kemur í bíó og sömuleiðis Dreamworks teiknimyndin Þrjótarnir, eða The Bad Guys. Síðasta veiðiferðin… Lesa meira

Veldi Batman óhaggað


Aðra vikuna í röð er Leðurblökumaðurinn, í túlkun Roberts Pattinsons á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans.

Aðra vikuna í röð er Leðurblökumaðurinn, í túlkun Roberts Pattinsons á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, og það sama má segja um Bandaríkjamarkað, en þar er myndin einnig á toppnum. Skuggalegur. Þrjátíu og átta milljónir króna hafa komið í kassann hér á landi frá því sýningar á The Batman hófust og meira… Lesa meira

Risastór helgi hjá The Batman


Ofurhetjumyndin The Batman átti risastóra frumsýningarhelgi um síðustu helgi

Ofurhetjumyndin The Batman átti risastóra frumsýningarhelgi um síðustu helgi þegar meira en tíu þúsund manns mættu í bíó til að upplifa nýjustu ævintýri leðurblökumannsins. Aðsóknin þýðir að myndin er sú vinsælasta á frumsýningarhelgi á þessu ári! Frá vel sóttri Nexus forsýningu á The Batman í Sambíóunum í Egilshöll. Rífandi stemmning… Lesa meira

The Godfather í 4k á 50 ára afmælisdaginn


Meistaraverkið the Godfather á 50 ára afmæli 14. mars og verður sýnd í Sambíóunum Álfabakka og í Bíó paradís af því tilefni.

Hin sígilda Óskarsverðlaunamynd The Godfather eftir Francis Ford Coppola á 50 ára afmæli mánudaginn 14. mars nk. en myndin var heimsfrumsýnd í New York í Bandaríkjunum á þessum degi. Af þessu tilefni gefst kvikmyndaunnendum tækifæri á að sjá myndina á hvíta tjaldinu í 4k myndgæðum, sem þýðir meiri skerpu og… Lesa meira

Var Harry prins innblástur fyrir Batman?


Er heimurinn verri staður en Gotham borg?

Raunveruleikinn blandaðist inn í tökur nýju Batman myndarinnar, The Batman, á fleiri en einn hátt. Leikstjóri myndarinnar, Matt Reeves, 55 ára, segir frá því í samtali við breska blaðið The Telegraph að hann hafi ráðlagt Robert Pattinson, sem leikur Leðurblökumanninn í myndinni, að horfa til bresku konungsfjölskyldunnar hvað innblástur varðaði.… Lesa meira

Rökkurglæpir í Gotham


IGN segir að The Batman sé vægðarlaus fegurð út og í gegn, sannkallað meistarastykki.

Það er óhætt að segja að kvikmyndin sem kemur í bíó í dag, The Batman, sé mynd sem margir hafa beðið verulega spenntir eftir. Töluverð eftirvænting hefur verið fyrir því að sjá hvaða tökum leikstjórinn Matt Reeves (War for the Planet of the Apes, Dawn of the Planet of the… Lesa meira

Aðsókn dróst saman um 23%


Heildaraðsóknartekur í bíó drógust töluvert saman milli vikna um síðustu helgi, eða um 23%.

Heildaraðsóknartekjur í bíó drógust töluvert saman milli vikna um síðustu helgi, eða um 23%. Þær voru rúmar ellefu milljónir um síðustu helgi en fjórtán milljónir helgina á undan. Mögulega er skýringin sú að margir eru útúr bænum vegna vetrarfría. Uncharted heldur sæti sínu auðveldlega á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans með fjórfalt… Lesa meira

Besti vinur mannsins


Það má segja að hundar og önnur dýr verði í aðalhlutverkinu í íslenskum bíóhúsum á morgun.

Hundurinn, besti vinur mannsins, og fleiri skemmtileg dýr verða í aðalhlutverkinu í íslenskum bíóhúsum á morgun. Þrjár nýjar kvikmyndir fyrir alla fjölskylduna verða þá frumsýndar og ferfætlingar og furðuverur láta ljós sitt skína svo um munar. Myndirnar eru Dog, eða Hundur, með Channing Tatum í aðalhlutverki, Klandri, um seppa sem… Lesa meira

Nærri fjögur þúsund sáu Uncharted


Uncharted er áfram í fyrsta sæti hjá íslenskum bíógestum.

Ævintýramyndin Uncharted, sem byggð er á samnefndum tölvuleik, er áfram í fyrsta sæti hjá íslenskum bíógestum, og er langaðsóknarmest aðra helgina í röð. Sophia Ali og Tom Holland lesa póstkort. Nærri fjögur þúsund gestir greiddu aðgangseyri á myndina nú um helgina en til samanburðar lögðu rúmlega fimmtánhundruð manns leið sína… Lesa meira

Ævintýrin gerast enn


Tom Holland og Mark Wahlberg hittu beint í mark hjá íslenskum bíógestum um síðustu helgi.

Tom Holland og Mark Wahlberg hittu beint í mark hjá íslenskum bíógestum um síðustu helgi í ævintýramyndinni Uncharted en rúmlega fimm þúsund manns borguðu sig inn til að berja þá félaga augum. Myndin í öðru sæti kom nokkuð langt á eftir með rúmlega ellefu hundruð gesti, Jackass Forever, þar sem… Lesa meira

Ætlar aldrei að hætta


Undirheimar Íslands og Bandaríkjanna koma við sögu í Blacklight og Harmi.

Það er jafnan mikið ánægjuefni þegar ný íslensk kvikmynd kemur í bíó, og sú er raunin á morgun þegar kvikmyndin Harmur kemur í SAM bíóin. Það eru sömuleiðis mikil gleðitíðindi þegar nýr Liam Neeson spennutryllir kemur í bíó, en í Blacklight er Neeson mættur í Taken gírnum í hlutverki Travis… Lesa meira

Er bara Bruce Wayne þegar hann sefur


Robert Pattinson plantaði Batman hugmyndinni í huga framleiðandans fyrir slysni.

Robert Pattinson, sem leikur titilhlutverkið Batman, í The Batman, sem kemur í bíó 4. mars nk. segir í viðtali sem framleiðendur hafa dreift til fjölmiðla að hann hafi fyrir slysni plantað þeirri hugmynd í huga framleiðanda myndarinnar, Dylan Clark, að hann gæti verið rétti maðurinn í hlutverk Leðurblökumannsins. "Við Dylan… Lesa meira

Fullkominn bíóskammtur


Ástir, ævintýri og morðgáta. Er hægt að biðja um eitthvað meira?

Ástir, ævintýri og morðgáta. Er hægt að biðja um eitthvað meira? Á morgun föstudag fáum við einmitt þrjár kvikmyndir sem gefa okkur dágóðan skammt af þessu öllu saman. Marry Me segir frá tónlistarmönnunum og ofurstjörnunum Kat Valdez og Bastian sem ætla að giftast frammi fyrir aðdáendum sínum um allan heim.… Lesa meira

Vinsælir asnakjálkar


Jackass Forever náði að enda sjö vikna sigurgöngu Spider-Man: No Way Home á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans.

Það hlaut að koma að því á endanum, en Spider-Man: No Way Home er nú komin af toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Þar hefur kvikmyndin setið í sjö vikur samfleytt og halað inn næstum því eitt hundrað milljónir króna. Myndin sem á heiðurinn af því að hafa sigrast á Köngulóarmanninum er Jackass… Lesa meira

Alfreð rogast með þunga byrði


Alfred Pennyworth er harmræn persóna í The Batman.

Kvikmyndaleikarinn Andy Serkis segir í samtali sem framleiðendur hafa dreift til fjölmiðla vegna nýju Batman myndarinar, The Batman, sem frumsýnd verður 4. mars nk., að hann og leikstjórinn Matt Reeves þekkist vel frá því þeir gerðu Apamyndirnar svokölluðu ( Planet of the Apes ofl. ). Þar hafi þeir mikið rætt… Lesa meira

Í sjöunda himni


Köngulóarmaðurinn hlýtur að vera í sjöunda himni því nýjasta kvikmyndin um hann, Spider-Man: No Way Home hefur nú verið í sjö vikur samfleytt á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans.

Köngulóarmaðurinn hlýtur að vera í sjöunda himni því nýjasta kvikmyndin um hann, Spider-Man: No Way Home hefur nú verið í sjö vikur samfleytt á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Heildar aðsóknartekjur þokast í átt að 100 milljóna króna markinu og eru nú komnar upp í rúmlega níutíu milljónir. Tæplega 60 þúsund manns… Lesa meira

Hamfarir á himni og jörðu


Tvær verulega spennandi myndir koma í bíó á morgun, báðar hamfaramyndir en á misstórum skala.

Tvær verulega spennandi myndir koma í bíó á morgun, báðar hamfaramyndir en á misstórum skala. Hamfaramyndin Moonfall er eftir einn þekktasta hamfaramyndaleikstjóra allra tíma, Roland Emmerich, ( Independence Day ) og nú er það tunglið sem hrynur niður úr himnunum og engin önnur en Halle Berry þarf að sprengja það… Lesa meira