Fréttir

Fjölheimar Doctor Strange langvinsælastir


Doctor Strange in the Multiverse of Madness er langvinsælust aðra vikuna í röð.

Marvel ofurhetjumyndin Doctor Strange in the Multiverse of Madness, eða Doctor Strange í fjölheimum vitfirringarinnar, er aðra vikuna í röð á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans en myndin var töluvert vinsælli en myndirnar í öðru og þriðja sæti. Tekjur myndarinnar námu rúmlega 6,2 milljónum króna um síðustu helgi, en Sonic The Hedgehog… Lesa meira

Top Gun: Maverick fær fullt hús í Telegraph – besta spennumynd í mörg ár


Top Gun: Maverick fær fimm stjörnur af fimm mögulegum.

Nýja Tom Cruise myndin Top Gun Maverick fær fullt hús stjarna, eða fimm stjörnur af fimm mögulegum í breska dagblaðinu The Daily Telegraph í dag. Myndin verður frumsýnd á Íslandi 25. maí nk. Hin ofurmyndarlegu Tom Cruise og Jennifer Connelly í hlutverkum sínum. Segir gagnrýnandi blaðsins, Robbie Collin, að myndin… Lesa meira

Risahelgi hjá Doctor Strange


Doctor Strange in the Multiverse of Madness kom sá og sigraði á íslenska bíóaðsóknarlistanum um síðustu helgi.

Doctor Strange in the Multiverse of Madness kom sá og sigraði á íslenska bíóaðsóknarlistanum um síðustu helgi og halaði inn næstum sextán milljónum króna í miðasölunni. Eins og sést á meðfylgjandi töflu var myndin sýnd í átján bíósölum og rúmlega níu þúsund manns fóru í bíó að sjá Marvel hetjurnar.… Lesa meira

Fyrsta sýnishorn úr Avatar: The Way of Water


Nýjasta kynningarstiklan fyrir Avatar: The Way of Water.

Nýjasta kynningarstiklan fyrir Avatar: The Way of Water sem undanfarna daga hefur einungis verið hægt að sjá í bíó á undan Doctor Strange in The Multiverse of Madness hefur núna verið gerð aðgengileg á netinu. Avatar: The Way of Water hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en mikil leynd hefur… Lesa meira

Hræðir og tryllir áhorfendur á víxl


Hinn magnaði Doctor Strange er kominn aftur í bíó og fær víða góðar viðtökur.

Nærri tuttugu árum eftir að Sam Raimi leikstýrði sinni fyrstu Marvel ofurhetjumynd, Spider-Man frá 2002, og 15 árum eftir að hann leikstýrði síðast ofurhetjumynd, sem var Spider-Man 3 árið 2007, þá er leikstjórinn nú mættur aftur í Marvel heima í myndinni Doctor Strange In the Multiverse of Madness, en myndin… Lesa meira

Vinsæl vinátta, von og tilfinningar


Berdreymi er vinsælasta kvikmynd á Íslandi aðra vikuna í röð.

Berdreymi, nýja íslenska myndin sem er, samkvæmt leikstjóranum Guðmundi Arnari Guðmundsyni, saga um vináttu, von og flóknar tilfinningar, er aðra vikuna í röð á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Hún skákar þannig báðum nýju kvikmyndunum sem komu í bíó um síðustu helgi. Önnur þeirra, Downton Abbey: A New Era fór beint í… Lesa meira

Hefur byrjað oftar en flestir hnefaleikamenn


Maggie Smith í Downton Abbey ætlaði að hætta að leika eftir síðustu mynd.

Breski Downton Abbey: A New Era leikarinn Allen Leech segir í samtali við breska blaðið The Telegraph að meðleikkona hans í fyrri myndinni og sjónvarpsþáttunum sem myndirnar eru byggðar á, Maggie Smith, 87 ára, hafi sagt þegar tökum lauk á fyrri myndinni, þar sem eru síðustu andartök persónu Smith í… Lesa meira

Kjöthakk plataði Þjóðverja


Ótrúleg saga um leynimakk bandamanna í Seinni heimsstyrjöldinni er komin í bíó!

Hin sögulega kvikmynd Operation Mincemeat var frumsýnd í vikunni, en hún byggir á kostulegri sögu úr seinna stríði. Árið 1943, þegar Seinni heimsstyrjöldin stóð sem hæst, þá suðu breskir leyniþjónustumenn saman flókna áætlun til að sannfæra Þjóðverja um að bandamenn hefðu í hyggju að ráðast inn í Grikkland fremur en… Lesa meira

Berdreymi vinsælust í bíó


Berdreymi, eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, fór beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi.

Nýja íslenska kvikmyndin Berdreymi, eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, fór beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi og skákaði þar með toppmynd síðustu viku, Fantastic Beasts: The Secrets of Dumbledore. 1.260 manns komu að sjá Berdreymi en 1.202 sáu Fantastic Beasts. Cage í fimmta sæti Tvær aðrar nýjar myndir komu… Lesa meira

Afhverju eru vondu kallarnir ekkert vondir?


Nýr þáttur af Heimabíó er lentur á allar helstu veitur.

Nýr þáttur af hlaðvarpinu Heimabíó er lentur á allar helstu veitur. Þessa vikuna halda Sigurjón og Tryggvi áfram í Fast And The Furious maraþoninu en nú er komið að 2 Fast 2 Furious eftir John Singleton. Eins og við sögðum frá á dögunum þá er Sigurjón algjör kvikmyndanjörður, en Tryggvi… Lesa meira

Nicolas Cage er Nick Cage


Nýjasta kvikmynd Nicolas Cage kemur í bíó í dag. Þar leikur hann sjálfan sig!

Bandaríski leikarinn Nicolas Cage á fjölda aðdáenda hér á Íslandi eins og út um allan heim, enda er Cage afar skemmtilegur karakter sem tekur oftar en ekki að sér mjög áhugaverð hlutverk. Í dag kemur nýjasta kvikmynd hans í bíó sem heitir hvorki meira né minna en The Unbearable Weight… Lesa meira

Truflaður í leit að innri friði


Disney fyrirtækið gaf fyrr í vikunni út glænýja opinbera stiklu fyrir Marvel ofurhetjumyndina Thor: Love and Thunder.

Disney fyrirtækið gaf fyrr í vikunni út glænýja opinbera stiklu fyrir Marvel ofurhetjumyndina Thor: Love and Thunder. Þar má sjá Chris Hemsworth í geggjuðum gír í titilhlutverkinu, í mynd sem mun án vafa verða risastór hér á landi. Thor: Love and Thunder verður frumsýnd á Íslandi sjötta júlí nk. Friður… Lesa meira

Töfrar héldu fast í toppsætið


Toppmynd síðustu viku, Fantastic Beasts: The Secrets of Dumbledore, heldur sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans.

Toppmynd síðustu viku, Fantastic Beasts: The Secrets of Dumbledore, heldur sæti sínu á íslenska bíóaðsóknarlistanum þessa vikuna. Næstum þrjú þúsund manns lögðu leið sína í bíó um helgina að sjá myndina. Eins og svo oft áður þá var bíóaðsókn góð um Páskana en um tíu þúsund manns sóttu kvikmyndahúsin yfir… Lesa meira

Hefur varla séð neina kvikmynd – nýtt hlaðvarp


Heimabíó er kvikmyndahlaðvarp með öðru sniði en annar umsjónarmanna hefur varla séð eina einustu kvikmynd.

Glænýtt kvikmyndahlaðvarp, "Heimabíó", hefur litið dagsins ljós. Margir gætu kannast við þáttastjórnendurna, þá Sigurjón Inga Hilmarsson sem verið hefur útvarpsmaður á KissFM, stjórnað hlaðvarpinu Poppkúltur og skrifað fyrir okkur hjá kvikmyndir.is og Tryggva Harald Georgsson eða TastyTreat úr Gametívi og útvarpsmann á KissFM.  Heimabíó er kvikmyndahlaðvarp með öðru sniði en Tryggvi hefur… Lesa meira

Æðisgengin reið á hvítu hrossi


Í The Northman förum við í ferðalag til ársins 895 en í Everything Everywhere All at Once er farið í þeysireið um fjölheima!

Tvær sérstaklega áhugaverðar og spennandi kvikmyndir bætast í bíóflóruna nú um helgina sem þýðir að úrvalið af kvikmyndum í bíó um Páskahelgina verður í einu orði sagt frábært! Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Björk er seiðkona án augna. Fyrst ber að nefna The Northman, víkinga -… Lesa meira

Töfrarnir skiluðu toppsæti


Líkt og fyrir töfra eru galdra- og töframennirnir í Fantastic Beasts: The Secrets of Dumbledore, komnir á topp íslenska bíóaðsóknarlistans.

Líkt og fyrir töfra eru galdra- og töframennirnir í Fantastic Beasts: The Secrets of Dumbledore, komnir á topp íslenska bíóaðsóknarlistans og skáka þar með ofurbroddgeltinum Sonic og félögum hans, sem sitja nú í öðru sæti listans. Rúmlega fjögur þúsund manns mættu í bíó að sjá þessa þriðju mynd í Fantastic… Lesa meira

Stormasamt samband galdramanna


Myndin sem margir hafa beðið spenntir eftir, Fantastic Beasts: The Secrets of Dumbledore, kemur í bíó á morgun.

Myndin sem margir hafa beðið spenntir eftir, Fantastic Beasts: The Secrets of Dumbledore, kemur í bíó á morgun, föstudaginn áttunda apríl. Aðdáendur Harry Potter myndanna ættu þar svo sannarlega að finna eitthvað við sitt hæfi! Innsýn í fortíðina Framleiðandi myndarinnar, Warner Bros, hefur gefið út tvær skemmtilegar kynningarstiklur fyrir myndina.… Lesa meira

Broddgöltur í banastuði


Broddgölturinn Sonic í kvikmyndinni Sonic the Hedgehog 2 brunaði beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi.

Broddgölturinn Sonic í kvikmyndinni Sonic the Hedgehog 2 brunaði beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi þegar tæplega 6.500 manns borguðu sig inn til að sjá myndina. Tekjur myndarinnar yfir þessa frumsýningarhelgi námu 8,5 milljónum króna sem var talsvert meira en Allra síðasta veiðiferðin fékk, eða 3,8 milljónir króna… Lesa meira

Sjón og hinar stjörnurnar á forsýningu The Northman í London í gær


Það var mikið um dýrðir í London í gær þegar Íslendingamyndin The Northman var frumsýnd.

Kvikmyndin The Northman var frumsýnd í London í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni. Á meðal gesta var rithöfundurinn Sjón sem skrifar handrit myndarinnar ásamt leikstjóranum, Robert Eggers. Leikstjórinn Robert Eggers, Sjón, Anya Taylor-Joy og Alexander Skarsgård á sviðinu á forsýningu The Northman í Odeon Luxe kvikmyndahúsinu á Leicester torgi í Lundúnum… Lesa meira

Gríðarlega sterk viðbrögð


Þrjár spennandi en ólíkar myndir voru frumsýndar í gær, föstudaginn 1. apríl.

Þrjár spennandi en nokkuð ólíkar myndir voru frumsýndar í bíóhúsum landsins gær, föstudaginn 1. apríl. Ein myndanna er íslensk sem er eins og alltaf sérstakt fagnaðarefni, Skjálfti eftir Tinnu Hrafnsdóttir. Ólíkindatólið Jared Leto er svo mættur í líki Dr. Michael Morbius, í svakalegum Sony Marvel ofurhetjutrylli. Og loks, en svo… Lesa meira

Ber vel í veiði aðra vikuna í röð


Íslenska gamanmyndin Allra síðasta veiðiferðin leggst greinilega vel í landann.

Íslenska gamanmyndin Allra síðasta veiðiferðin leggst greinilega firnavel í landann en hún er nú aðra vikuna í röð á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Skyldi myndin ná sömu vinsældum og fyrsta myndin, Síðasta veiðiferðin, sem var vinsælasta kvikmynd hér á landi árið 2020? Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu í það… Lesa meira

Krúsar um loftin blá


Opinber stikla fyrir nýju Tom Cruise myndina Top Gun: Maverick kom loksins út í gær.

Ný opinber stikla fyrir Tom Cruise myndina Top Gun: Maverick kom loksins út í gær, en ný Tom Cruise mynd er alltaf eitthvað sem vekur spennu og eftirvæntingu hjá fólki. Tökum á myndinni lauk árið 2019 en vegna faraldursins hefur dregist að frumsýna myndina. En nú nálgast frumsýningardagurinn óðfluga, sem… Lesa meira

Ambulance uppfyllti þarfir Bay


Á morgun verður nýjasta kvikmynd stórmyndaleikstjórans Michael Bay frumsýnd.

Á morgun verður nýjasta afurð stórmyndaleikstjórans Michael Bay frumsýnd, Ambulance með Jake Gyllenhaal og Abdul-Mateen II í hlutverki bræðra sem ræna sjúkrabíl. Bay, sem á að baki þekktar myndir eins og Transformers seríuna, The Rock, Armageddon og Pearl Harbour, þurfti að sætta sig við miklar truflanir á vinnu sinni vegna… Lesa meira

Hefja leik í Úkraínu


Sýndar verða yfir 20 alþjóðlegar verðlaunamyndir á Stockfish.

Stockfish kvikmyndahátíðin verður sett í Bíó Paradís í dag fimmtudag og stendur til 3. apríl. Opnunarmyndin er úkraínska kvikmyndin Klondike sem frumsýnd var fyrr á þessu ári og er þegar byrjuð að sópa til sín verðlaunum eins og segir í tilkynningu frá hátíðinni. Úr opnunarmyndinni Klondike. Sýndar verða yfir 20… Lesa meira

Vinsælir veiðimenn


Það verður að teljast góður árangur að ýta sjálfum Leðublökumanninum af toppi íslenska bíóaðsóknarlistans.

Það verður að teljast góður árangur að ná að ýta sjálfum Leðurblökumanninum af toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, en það er einmitt það sem íslensku gamanmyndinni Allra síðustu veiðiferðinni tókst um síðustu helgi. Nærri fjögur þúsund manns komu í bíó að sjá myndina, en til samanburðar komu rúmlega 3.300 manns að sjá… Lesa meira

Peð á skákborði hárkollunnar


Myndin fjallar um höfund rómantískra ástarsagna sem er á kynningarferðalagi fyrir eina bók sína.

Aðalleikarar The Lost City, þau Channing Tatum, Sandra Bullock og Daniel Radcliffe, bregða á leik í nýju myndbandi frá framleiðendum kvikmyndarinnar og deila með okkur nokkrum gullkornum og "staðreyndum". Fyrirsætan og rithöfundurinn í kröppum dansi. Myndin fjallar um höfund rómantískra ástarsagna sem er á kynningarferðalagi fyrir eina bók sína og… Lesa meira

Meira rugl og áfengi og alræmdir þrjótar


Það er aðeins eitt sem er öruggt um helgina - það verður hægt að hlægja frá sér allt vit.

Það er aðeins eitt sem er öruggt um helgina - það verður hægt að hlægja frá sér allt vit og skemmta sér konunglega í bíó. Ástæðurnar eru tvær. Framhald íslensku gamanmyndarinnar Síðasta veiðiferðin, Allra síðasta veiðiferðin, kemur í bíó og sömuleiðis Dreamworks teiknimyndin Þrjótarnir, eða The Bad Guys. Síðasta veiðiferðin… Lesa meira

Veldi Batman óhaggað


Aðra vikuna í röð er Leðurblökumaðurinn, í túlkun Roberts Pattinsons á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans.

Aðra vikuna í röð er Leðurblökumaðurinn, í túlkun Roberts Pattinsons á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, og það sama má segja um Bandaríkjamarkað, en þar er myndin einnig á toppnum. Skuggalegur. Þrjátíu og átta milljónir króna hafa komið í kassann hér á landi frá því sýningar á The Batman hófust og meira… Lesa meira

Risastór helgi hjá The Batman


Ofurhetjumyndin The Batman átti risastóra frumsýningarhelgi um síðustu helgi

Ofurhetjumyndin The Batman átti risastóra frumsýningarhelgi um síðustu helgi þegar meira en tíu þúsund manns mættu í bíó til að upplifa nýjustu ævintýri leðurblökumannsins. Aðsóknin þýðir að myndin er sú vinsælasta á frumsýningarhelgi á þessu ári! Frá vel sóttri Nexus forsýningu á The Batman í Sambíóunum í Egilshöll. Rífandi stemmning… Lesa meira

The Godfather í 4k á 50 ára afmælisdaginn


Meistaraverkið the Godfather á 50 ára afmæli 14. mars og verður sýnd í Sambíóunum Álfabakka og í Bíó paradís af því tilefni.

Hin sígilda Óskarsverðlaunamynd The Godfather eftir Francis Ford Coppola á 50 ára afmæli mánudaginn 14. mars nk. en myndin var heimsfrumsýnd í New York í Bandaríkjunum á þessum degi. Af þessu tilefni gefst kvikmyndaunnendum tækifæri á að sjá myndina á hvíta tjaldinu í 4k myndgæðum, sem þýðir meiri skerpu og… Lesa meira