Berdreymi vinsælust í bíó

Nýja íslenska kvikmyndin Berdreymi, eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, fór beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi og skákaði þar með toppmynd síðustu viku, Fantastic Beasts: The Secrets of Dumbledore.

1.260 manns komu að sjá Berdreymi en 1.202 sáu Fantastic Beasts.

Cage í fimmta sæti

Tvær aðrar nýjar myndir komu í bíó um helgina. Nicolas Cage myndin Unbearable Weight of a Massive Talent fór beint í fimmta sæti listans en teiknimyndin Ævintýri Pílu sigldi rakleitt í ellefta sætið.

Tekjuhæsta myndin er The Batman en rúmar sextíu milljónir króna hafa skilað sér þar í kassann á þeim átta vikum sem liðnar eru síðan myndin var frumsýnd.

Sjáðu aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: