Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Vissir þú
Myndin er samstarfsverkefni fimm landa með meðframleiðendur frá Danmörku, Svíþjóð, Hollandi og Tékklandi.
Myndin er önnur kvikmynd Guðmundar Arnars í fullri lengd á eftir hinni margverðlaunuðu Hjartasteinn sem vakti mikla lukku meðal landsmanna og fór sigurför um kvikmyndahátíðir heims í kjölfar heimsfrumsýningar í Feneyjum 2016.
Í samtali við Verity segir Guðmundur Arnar um Berdreymi: \"Þetta er saga um vináttu, von og flóknar tilfinningar. Um hóp drengja sem upplifa sig utangátta en sækja í stuðning frá hvor öðrum. Berdreymi vekur upp spurningar á borð við: \"Hvað er sönn vinátta? Geta strákar sem virðast hafa slæm áhrif á hvorn annan samt verið vinir? Hvert er mikilvægi þess að hlusta á eigið innsæi?\"
Leikstjórinn segir í samtali við Morgunblaðið að myndin sé innblásin af tíma sínum í
Árbænum. \"Ég fór í Árbæjarskóla og þar var svolítið hörð menning í kringum 1990-2000, mikið um slagsmál og á milli hverfa og ég var svolítið í þannig vinahópi. Sagan byrjaði þar en varð svo að skáldsögu og mér finnst mikilvægt að fólk viti það því
Ísland er lítið og Árbærinn enn minni.\"