Broddgöltur í banastuði

Broddgölturinn Sonic í kvikmyndinni Sonic the Hedgehog 2 brunaði beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi þegar tæplega 6.500 manns borguðu sig inn til að sjá myndina. Tekjur myndarinnar yfir þessa frumsýningarhelgi námu 8,5 milljónum króna sem var talsvert meira en Allra síðasta veiðiferðin fékk, eða 3,8 milljónir króna á sinni þriðju viku á lista.

Hinar tvær nýju myndirnar á listanum, Morbius og íslenska myndin Skjálfti fóru beint í fjórða og sjöunda sæti listans.

Tekjuhæsta myndin í bíó í dag er The Batman með samtals rúmar 57 milljónir króna eftir fimm vikna sýningar. Önnur tekjuhæsta myndin er ævintýramyndin Uncharted með samtals 34,3 milljónir og í þriðja sæti er svo Allra síðasta veiðiferðin með 28,2 milljónir króna í tekjur alls.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: