Sonic the Hedgehog 2 (2022)
"Welcome to the next level."
Eftir að hafa komið sér vel fyrir í Green Hills, þá er Sonic tilbúinn í meira frelsi og Tom og Maddie samþykkja að leyfa honum að vera einum heima þegar þau fara í sumarfrí.
Deila:
Bönnuð innan 9 áraÁstæða:
Hræðsla
HræðslaSöguþráður
Eftir að hafa komið sér vel fyrir í Green Hills, þá er Sonic tilbúinn í meira frelsi og Tom og Maddie samþykkja að leyfa honum að vera einum heima þegar þau fara í sumarfrí. En um leið og þau eru horfin út um dyrnar birtist Dr. Robotnik á ný, nú með nýjum félaga, Knuckles, í leit að gimsteini sem getur bæði byggt og eyðilagt heilu menningarsamfélögin. Sonic fer með félaga sínum Tails, í leit að gimsteininum áður en hann kemst í rangar hendur.
Aðalleikarar
Vissir þú?
Kaffihúsið kallast the Mean Bean í höfuðið á Sonic leiknum Dr. Robotnik\'s Mean Bean Machine frá árinu 1993.
Jason Momoa var boðið hlutverk Knuckles en þurfti að hafna því vegna árekstra við Aquaman og The Lost Kingdom sem kemur í bíó 2023.
Þetta er fjórða hlutverk Idris Elba í teiknimynd á eftir Zootopia (2016), The Jungle Book (2016) og Leitin að Dóru (2016). Þær fyrstu þrjár voru allar Disney myndir.
Þegar Sonic er skilinn eftir einn heima þá spilar hann tónlist og rennir sér líkt og Tom Cruise gerði heima hjá sér í Risky Business frá 1983.
Það hvernig Sonic bjargar Knuckles frá drukknun er keimlíkt því þegar Murtaugh bjargar Riggs frá drukknun í Leathal Weapon 4 árið 1998. Báðar persónur eru fastar undir steinsteypu og er bjargað eftir talningu upp að þremur.
Höfundar og leikstjórar
Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!
Framleiðendur

Original FilmUS

Blur StudioUS

Marza Animation PlanetJP

Paramount PicturesUS

SEGAJP

SEGA of AmericaUS




























